User manual

DAGLEG NOTKUN
1. Skrúfið frá vatnskrananum.
2. Ýttu á hnappinn kveikja/slökkva til að
virkja heimilistækið. Gættu þess að
heimilistækið sé á núllstillingu. Sjá "AÐ
STILLA OG SETJA KERFI AF STAÐ".
• Ef gaumljósið fyrir salt er kveikt, skal
fylla salthólfið.
3. Gættu þess að það sé gljái í gljáahólfinu.
4. Raðaðu í körfurnar.
5. Bættu við þvottaefni.
6. Stillið á réttan þvottaferil eftir því hvað er
í vélinni og hversu óhreint það er.
Notkun þvottaefnis
20
30
M
A
X
1
2
3
4
+
-
A
B
C
1. Ýttu á opnunarhnappinn (B) til að lyfta
lokinu (C).
2. Settu þvottaefnið í þvottaefnishólfið
(A) .
3.
Ef kerfið felur í sér forþvott skal setja
dálítið af þvottaefni í innri hluta hurðar-
innar.
4.
Ef þú notar þvottaefnistöflu, settu þá
töfluna í þvottaefnishólfið (A).
5.
Setjið lokið aftur á. Gætið þess að op-
nunarhnappurinn læsist í rétta stöðu.
Velja og hefja þvottaferil
Núllstilling
Tækið þarf að vera á núllstillingu til að hægt
sé að samþykkja sumar aðgerðir.
Heimilistækið er á núllstillingu þegar kveikt
hefur verið á því, öll kerfisljós eru slökkt og
endaljósið blikkar.
Ef stjórnborðið sýnir aðrar kringumstæður,
skal ýta á og halda inni kerfishnappi þangað
til tækið er í stillingarham.
Þvottaferill settur af stað
1. Skrúfaðu frá vatnskrananum.
2. Ýttu á hnappinn kveikja/slökkva til að
virkja heimilistækið. Gættu þess að
heimilistækið sé á núllstillingu.
3. Ýttu ítrekað á kerfishnappinn þar til það
kviknar á gaumljósinu fyrir kerfið sem þú
ætlar að stilla á.
4. Lokaðu hurð heimilistækisins. Þvottafer-
illinn fer þá af stað.
Hurðin opnuð á meðan heimilistækið er
í gangi
Ef þú opnar hurðina stöðvast heimilistækið.
Þegar þú lokar hurðinni heldur tækið áfram
frá þeim tímapunkti þar sem truflunin varð.
Að hætta við þvottaferil
1. Opnaðu hurð heimilistækisins.
2. Haltu kerfishnappnum inni þar til gaumlj-
ós þvottaferilsins sem stillt er á slökknar
og endaljósið blikkar.
Passaðu að það sé þvottaefni í þvott-
aefnishólfinu áður en þú setur nýtt kerfi
í gang.
Við lok þvottaferils
Þegar þvottaferli er lokið heyrist hljóðmerki
við og við og endaljósið kviknar.
1. Ýttu á hnappinn kveikja/slökkva til að
slökkva á heimilistækinu.
2. Skrúfaðu fyrir vatnskranann.
• Láttu leirtauið kólna áður en þú tekur
það úr vélinni. Heitt leirtau er brot-
hætt.
• Tæmdu neðri körfuna fyrst og svo þá
efri.
• Vatn getur hafa safnast í hliðar og á
hurð heimilistækisins. Ryðfrítt stál
kólnar fyrr en leirtau.
8 progress