User manual
Tenging við vatn
• Passið að vatnsslöngurnar verði ekki fyrir
skemmdum.
• Áður en heimilistækið er tengt við nýjar
lagnir eða pípulagnir sem hafa ekki verið
notaðar í langan tíma, skal láta vatnið
renna þangað til það er hreint.
• Í fyrsta skipti sem heimilistækið er notað,
skal tryggja að enginn leki eigi sér stað.
• Vatnsinntaksslangan er með öryggisloka
og slíðri með innri rafmagnssnúru.
AÐVÖRUN! Hættuleg
spenna.
• Ef innslangan eða öryggislokinn
skemmist skal strax aftengja klóna frá
rafmangsinnstungunni. Hafðu samband
við viðurkenndan þjónustuaðila til að fá
nýja innslöngu.
Notkun
• Ekki sitja eða standa á hurðinni þegar
dyrnar eru opnar.
• Þvottaefni fyrir uppþvottavélar eru
hættuleg. Farið eftir
öryggisleiðbeiningunum á umbúðum
þvottaefnisins.
• Ekki skal drekka, eða leika sér með
vatnið í heimilistækinu.
• Ekki fjarlægja leirtauið úr heimilistækinu
fyrr en þvottakerfið klárast. Leifar af
uppþvottaefni geta verið til staðar á
diskunum.
• Heit gufa getur sloppið út úr
heimilistækinu ef hurðin er opnuð meðan
þvottakerfi er í gangi.
• Ekki skal setja eldfimar vörur eða hluti
sem eru blautir af eldfimum vökva ofan á
eða nálægt heimilistækinu.
Viðgerðir
• Hafið samband við viðurkenndan
þjónustuaðila til að láta gera við
heimilistækið. Við mælum með því að
nota aðeins upprunalega varahluti.
• Þegar þú hefur samband við
viðurkenndan þjónustuaðila, skaltu vera
með eftirfarandi upplýsingar sem finna
má á tegundarspjaldinu.
Módel:
Vörunúmer (PNC) :
Raðnúmer :
Förgun
AÐVÖRUN! Hætta á líkamstjóni
eða köfnun.
• Aftengja skal tækið frá
rafmagnsgjafanum.
• Klippa rafmagnssnúruna af og fleygja
henni.
• Fjarlægið dyraklemmuna til að koma í
veg fyrir að börn eða dýr geti lokast inni í
tækinu.
4 Progress