User manual
• Ekki nota vatnsúða og gufu til að hreinsa heimilistækið.
• Lofttúðurnar undir tækinu (ef við á) mega ekki vera lokaðar
vegna teppis.
• Heimilistækið skal tengja við vatn með nýju slöngunum sem
fylgja með því. Ekki skal endurnýta gamlar slöngur.
Öryggi barna og viðkvæmra einstaklinga
• Þetta tæki mega börn nota frá 8 ára aldri og einnig aðilar
með skerta líkamlega hæfni, skynjun eða geðslag eða sem
skortir reynslu eða þekkingu ef viðkomandi hafa fengið
kennslu eða leiðbeiningar um hvernig nota skal tækið á
öruggan hátt og skilja þær hættur sem fylgja notkun þess.
• Börn mega ekki leika sér með tækið.
• Öllum þvottaefnum skal halda fjarri börnum.
• Halda skal börnum og gæludýrum fjarri hurð tækisins þegar
hún er opin.
• Börn mega ekki hreinsa eða framkvæma viðhald á tækinu án
þess að vera undir eftirliti.
ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
Uppsetning
• Fjarlægja skal allar umbúðir.
• Ekki setja upp eða nota skemmt
heimilistæki.
• Ekki koma heimilistækinu fyrir þar sem
hitastigið er lægra en 0 °C.
• Fylgja skal uppsetningarleiðbeiningum
sem fylgja með tækinu.
• Gætið þess að heimilistækinu sé komið
fyrir undir og við hliðina á traustum og
stöðugum hlutum.
Tenging við rafmagn
AÐVÖRUN! Eldhætta og hætta
á raflosti.
• Heimilistækið þarf að vera jarðtengt.
• Gætið þess að rafmagnsupplýsingarnar
á tegundarspjaldinu passi við aflgjafann.
Ef ekki, skal hafa samband við rafvirkja.
• Alltaf nota rétt uppsetta innstungu sem
gefur ekki raflost.
• Ekki nota fjöltengi eða
framlengingarsnúrur.
• Gætið þess að rafmagnsklóin og snúran
verði ekki fyrir skemmdum. Ef skipta þarf
um rafmagnssnúru verður viðurkennt
þjónustuver okkar að sjá um það.
• Aðeins skal tengja rafmagnsklóna við
rafmagnsinnstunguna í lok
uppsetningarinnar. Gætið þess að
rafmagnsklóin sé aðgengileg eftir
uppsetningu.
• Ekki toga í snúruna til að taka tækið úr
sambandi. Takið alltaf um klóna.
• Þetta heimilistæki samræmist EBE-
tilskipunum.
• Einungis fyrir Bretland og Írland. Tækið
er útbúið með 13 ampera rafmagnskló.
Ef nauðsyn þykir að skipta um öryggi í
rafmagnsklóinni, skal nota 13 ampera
ASTA (BS1362) öryggi.
Progress 3