User manual
BILANALEIT
Ef heimilistækið fer ekki í gang eða stöðvast
meðan á notkun stendur, skal athuga hvort
hægt sé að laga bilunina með aðstoð
leiðbeininganna í töflunni áður en haft er
samband við viðurkenndan þjónustuaðila.
Við sum vandamál leiftrar ljósið á endanum
með hléum til að gefa til kynna bilun.
Vandamál og aðvörunarkóði Hugsanleg lausn
Þú getur ekki kveikt á heimilistækinu. • Gakktu úr skugga um að klóin sé tengd við raf-
magnsinnstunguna.
• Gakktu úr skugga um að engin ónýt öryggi séu í
öryggjahólfinu.
Kerfið fer ekki í gang. • Gakktu úr skugga um að hurð heimilistækisins sé
lokuð.
• Ef stillt er á tímaval, afturkallaðu þá stillinguna eða
bíddu eftir að niðurtalningu ljúki.
• Tækið er byrjað að endurhlaða jónaskiptakvoðu
inn í mýkingarefninu. Þetta ferli stendur yfir í u.þ.b.
5 mínútur.
Heimilistækið fyllist ekki af vatni.
• Endaljósið leiftrar einu sinni með
hléum.
• Gakktu úr skugga um að skrúfað sé frá vatnskra-
nanum.
• Gakktu úr skugga um að vatnsþrýstingurinn á
kerfinu sé ekki of lágur. Til að fá þær upplýsingar
skal hafa samband við vatnsveituna.
• Gakktu úr skugga um að vatnskraninn sé ekki stí-
flaður.
• Gakktu úr skugga um að sían í inntaksslöngunni
sé ekki stífluð.
• Gakktu úr skugga um að engar beyglur eða
sveigjur séu á inntaksslöngunni.
Heimilistækið tæmist ekki af vatni.
• Endaljósið blikkar tvisvar sinnum
með hléum.
• Gakktu úr skugga um að vatnslásinn sé ekki stí-
flaður.
• Gakktu úr skugga um að engar beyglur eða
sveigjur séu á aftöppunarslöngunni.
Flæðivörnin er í gangi.
• Endaljósið blikkar þrisvar sinnum
með hléum.
• Skrúfaðu fyrir vatnskranann og hafðu samband
við viðurkenndan þjónustuaðila.
Vegna aðvörunarkóða sem ekki er lýst í
töflunni skal hafa samband við
viðurkenndan þjónustuaðila.
16 Progress