User manual
• kveikja/slökkva á gljáaskammtaranum
þegar stillt er á samsetta þvottaefnistöflu,
• kveikja/slökkva á hljóðmerkjum.
Núllstilling
Ýtið á kveikja/slökkva-hnappinn. Ef ÖLL
kerfisvalhnappaljós kvikna er heimilistækið á
núllstillingu.
Munið alltaf að þegar eftirfarandi að-
gerðir eru framkvæmdar:
– þvottakerfi valið,
– herslustig vatns stillt,
– kveikt/slökkt á gljáaskömmtun,
– kveikt/slökkt á hljóðmerkjum,
VERÐUR heimilistækið að vera á
núllstillingu.
Ýtið á kveikja/slökkva-hnappinn. Ef ljós
kviknar á kerfisvalhnappi er enn stillt á síð-
asta kerfið sem notað var eða valið. Ef svo
er þarf að aflýsa þvottakerfinu til að núllstilla
vélina.
Kerfi sem stillt er á eða kerfi sem er í
gangi er aflýst með því að
Halda samtímis niðri valhnöppunum tveimur
B og C þar til ljósin kvikna í öllum kerfisvalh-
nöppunum. Nú er búið að aflýsa kerfinu og
vélin er núllstillt.
Hljóðmerki
Hljóðmerki gefa til kynna hvaða aðgerðir
uppþvottavélin er að framkvæma:
– stilling herslustig vatns,
– lok þvottakerfis,
– viðvörunarmerki vegna bilunar í vélinni.
Upphafleg stilling: hljóðmerki virk
Hægt er að gera hljóðmerkin óvirk.
Slökkt/kveikt á hljóðmerkjunum
1. Ýtið á kveikja/slökkva-hnappinn. Upp-
þvottavélin verður að vera núllstillt.
2. Haldið samtímis niðri valhnöppunum B
og C þar til ljósin í valhnöppum A, B og
C fara að blikka.
3. Ýtið á valhnapp C. Ljósin í valhnöppum
A og B slökkna en ljósið í valhnappi C
blikkar áfram. Um leið kviknar gaumljós-
ið End (enda-gaumljósið).
Kveikt hefur verið á hljóðmerkjunum.
4. Til að slökkva á hljóðmerkjunum ýtirðu
aftur á valhnapp C. Gaumljósið End
(enda-gaumljósið) slökknar.
Slökkt hefur verið á hljóðmerkjunum.
5. 5. Til að vista aðgerðiina í minninu skal-
tu slökkva á uppþvottavélinni með því
að ýta á kveikja/slökkva-hnappinn.
Til að kveikja aftur á hljóðmerkjunum
fylgirðu aðgerðaþrepunum hér að ofan
þar til gaumljósið End (enda-gaumljós-
ið) kviknar.
FYRSTA NOTKUN
Áður en uppþvottavélin er notuð í fyrsta
sinn:
• Tryggið að tengingar við rafmagn og vatn
séu í samræmi við leiðbeiningar um upp-
setningu
• Fjarlægið allar umbúðir innan úr heimilis-
tækinu
• Stillið vatnsmýkingarbúnað (á ekki við á
Íslandi)
• Hellið 1 lítra af vatni í salthólfið og fyllið
það svo af uppþvottavélarsalti (á ekki við
á Íslandi)
• Settu gljáa í gljáahólfið
Ef þú vilt nota blandaðar þvottaefn-
istöflur eins og: '3 í 1', '4 í 1', '5 í 1'
o.s.frv. setjið vélina þá á stillingu
fyrir samsetta þvottaefnistöflu. (Sjá
„Stilling fyrir samsetta þvottaefnis-
töflu“).
STILLIÐ VATNSMÝKINGARBÚNAÐ
Uppþvottavélin er útbúin vatnsmýkingartæki
sem sér um að fjarlægja steinefni og sölt úr
vatninu, en þau hafa slæm áhrif á starfsemi
heimilistækisins.
Því meira sem vatnið inniheldur af þessum
steinefnum og söltum, því harðara er vatnið.
Herslustig vatns er mælt með jafngildum
mælikvörðum, þýskum gráðum (°dH),
progress 5