User manual

EFNISYFIRLIT
Öryggisupplýsingar 2
Vörulýsing 3
Stjórnborð 4
Fyrsta notkun 5
Stillið vatnsmýkingarbún 5
Notkun uppþvottavélarsalts 7
Notkun skolunarlögs 7
Dagleg notkun 8
Röðun hnífapara og diska 9
Notkun þvottaefnis 11
Stilling fyrir samsetta þvottaefnistöflu 12
Velja og hefja þvottaferil 13
Að taka úr uppþvottavélinni 14
Þvottastillingar 14
Meðferð og þrif 15
Hvað skal gera ef... 17
Tæknilegar upplýsingar 18
Góð ráð fyrir prófunarstofnanir 18
Innsetning 19
Tenging við vatn 20
Tenging við rafmagn 21
Umhverfisábendingar 22
Með fyrirvara á breytingum
ÖRYGGISUPPLÝSINGAR
Lesið þessa notendahandbók vandlega
áður en heimilistækið er sett upp og
notað í fyrsta skipti, þar á meðal öll góð
ráð og aðvaranir, til að tryggja öryggi
og rétta notkun. Til að koma í veg fyrir
óþarfa mistök og slys er mikilvægt að
tryggja að allir sem nota heimilistækið
hafi kynnt sér notkun og öryggisatriði
þess. Geymið þessar leiðbeiningar og
tryggið að þær fylgi heimilistækinu ef
það er fært eða selt svo að allir notend-
ur þess geti kynnt sér notkun og
öryggisatriði þess til fullnustu.
Rétt notkun
Þessi uppþvottavél er aðeins ætluð til
þvottar á heimilisborðbúnaði sem þvo má
í vél.
Ekki setja nein leysiefni í uppþvottavélina.
Það gæti valdið sprengingu.
Hnífa og aðra hluti með hvössum oddum
skal setja í hnífaparakörfuna þannig að
oddar þeirra vísi niður eða leggja þá flata í
efri grindina.
Notið aðeins efni (uppþvottalög, salt og
gljáa) sem ætluð eru fyrir uppþvottavélar.
Forðist að opna hurðina á meðan heimil-
istækið er í gangi því heit gufa gæti
sloppið út.
Ekki taka neitt leirtau úr uppþvottavélinni
áður en þvottakerfið klárast.
Eftir notkun skal taka heimilistækið úr
sambandi við rafmagn og skrúfa fyrir
vatnsinntakið.
Aðeins löggildir viðgerðaraðilar mega
annast viðgerðir á þessari vöru og aðeins
má nota upprunalega varahluti frá fram-
leiðanda hennar.
Reynið ekki undir neinum kringumstæð-
um að gera við vélina upp á eigin spýtur.
Ef óreyndir aðilar reyna að framkvæma
viðgerðir getur það valdið meiðslum eða
alvarlegri bilun. Hafið samband við þjón-
ustuaðila á staðnum. Farið alltaf fram á
að upprunalegir varahlutir frá framleið-
anda séu notaðir.
Almennt öryggi
Einstaklingar (þar með talið börn) með
skerta líkamsskynjun eða andlega getu
eða skort á reynslu og þekkingu mega
ekki nota heimilistækið. Þeir verða að
hafa fengið kennslu eða tilsögn í notkun
heimilistækisins hjá einstaklingi sem er
ábyrgur fyrir öryggi þeirra.
Þvottaefni fyrir uppþvottavélar geta valdið
efnabruna í augum, munni og hálsi. Það
getur verið lífshættulegt! Fylgið
öryggisleiðbeiningunum frá framleiðanda
uppþvottaefnisins.
Vatnið í uppþvottavélinni er ekki ætlað til
drykkjar. Þvottaefnisleifar geta verið til
staðar í uppþvottavélinni,
Gætið þess að hurðin á uppþvottavélinni
sé alltaf lokuð þegar ekki er verið að
hlaða hana eða taka úr henni. Þannig er
komið í veg fyrir að einhver detti um hurð-
ina og slasi sig.
Ekki sitja eða standa á hurðinni þegar
hún er opin.
2 progress