User manual

Kveikt á stillingu fyrir samsetta
þvottaefnistöflu
Gera skal stillingu fyrir samsetta þvott-
aefnistöflu virka eða óvirka áður en
þvottaferill er settur af stað. Ekki er
hægt að gera tiltekið aukaval virkt eða
óvirkt þegar þvottaferill er í gangi.
1. Ýttu á hnappinn kveikja/slökkva til að
virkja heimilistækið.
2. Gættu þess að heimilistækið sé á núllst-
illingu. Sjá ,,VELJA OG HEFJA ÞVOTTA-
FERIL".
3. Haltu niðri valhnöppum (D) og (E) sam-
tímis þar til kviknar á á gaumljósi fyrir
þvottaefnistöflu.
Stillt er á þennan valkost þangað til
hann er gerður óvirkur. Haltu niðri valh-
nöppum (D) og (E) samtímis þar til
slökknar á gaumljósi fyrir þvottaefnistö-
flu.
Ef þú hættir að nota samsettar
þvottaefnistöflur, þá skaltu framkvæma
eftirfarandi áður en þú hefur notkun
sérstaks þvottaefnis, gljáa og
uppþvottavélarsalts:
1. Slökktu á stillingu fyrir samsetta þvott-
aefnistöflu.
2. Stillið vatnsmýkingarbúnaðinn á hæstu
stillingu.
3. Gættu þess að salthólfið og gljáhólfið
séu bæði full.
4. Settu stysta kerfið með skolunarfasa af
stað, án þvottaefnis og án borðbúnaðar.
5. Stilltu vatnsmýkingarbúnaðinn á herslu-
stig vatns á þínu svæði.
6. Stilltu losað magn gljáa.
Hljóðmerki
Hljóðmerkin starfa við eftirfarandi aðstæður:
• Þvottaferli er lokið.
• Magn vatnsmýkingarefnis er stillt rafrænt.
• Heimilistækið er bilað.
Upphafleg stilling: kveikt (on). Þú getur
kveikt eða slökkt á hljóðmerkjunum.
Að slökkva á hljóðmerkjunum
1. Ýtið á hnappinn kveikja/slökkva til að
virkja heimilistækið. Gætið þess að
heimilistækið sé á núllstillingu.
Sjá ,,VELJA OG HEFJA ÞVOTTAFERIL".
2. Haldið niðri valhnöppum (B) og (C) sam-
tímis þangað til gaumljós valhnappa (A),
(B) og (C) blikka.
3. Ýtið á valhnapp C),
• Það slokknar á gaumljósunum fyrir
hnappa (A) og (B).
• Gaumljósið fyrir valhnapp (C) heldur
áfram að blikka.
• Þá kviknar endaljósið.
4. Ýtið á valhnapp C). Endaljósið slokknar,
hljóðmerkin eru óvirk.
5. Slökkvið á heimilistækinu til að staðfesta
stillinguna.
Kveikt á hljóðmerkjunum
1. Sjá ,,Hljóðmerkin gerð óvirk", skref (1) til
(3).
2. Ýtið á valhnapp C),
• Það slokknar á gaumljósunum fyrir
hnappa (A) og (B).
• Gaumljósið fyrir valhnapp (C) heldur
áfram að blikka.
• Það er slökkt á endaljósinu.
3. Ýtið á valhnapp C). Endaljósið slokknar,
hljóðmerkin eru virk.
4. Slökkvið á heimilistækinu til að staðfesta
stillinguna.
FYRIR FYRSTU NOTKUN
1. Athugaðu hvort stilling vatnsmýkingar-
búnaðarins passar við herslustig vatns-
ins þar sem þú býrð. Stilltu vatnsmýk-
ingarbúnaðinn ef með þarf. Hafðu sam-
band við vatnsveituna til að finna út
herslustig vatns þar sem þú býrð.
2. Fylltu saltílátið.
3. Settu gljáa í gljáahólfið.
4. Skrúfið frá vatnskrananum.
5. Leifar af hreinsiefni geta setið eftir í
heimilistækinu. Ræsa skal þvottakerfi til
að fjarlægja þær. Ekki nota þvottaefni og
ekki hlaða körfurnar.
Ef þú notar samsettu þvottaefnistöflurn-
ar, skaltu stilla á viðeigandi valkost.
6 progress