User manual
RÖÐUN HNÍFAPARA OG DISKA
Góð ráð
• Ekki nota tækið til að þvo hluti sem geta
dregið í sig vatn (t.d. svampa eða tuskur).
• Fjarlægðu matarleifar.
• Mýktu brenndar matarleifar í pottum og
pönnum.
• Setjið hlutum sem eru holir að innan (t.d.
bollum, glösum og pottum) í vélina þann-
ig að opið vísi niður.
• Passaðu að vatn safnist ekki fyrir í ílátum
eða í djúpum botnum.
• Passaðu að hnífapör og leirtau festist ekki
saman.
• Passaðu að glösin snerti ekki önnur glös.
• Leggðu smáa hluti í hnífaparakörfuna.
• Blandið skeiðunum saman við önnur hníf-
apör svo að þær festist ekki saman.
• Raðið hlutunum þannig að vatn snerti alla
fleti.
• Settu létta hluti í efri körfuna. Passaðu að
hlutirnir hreyfist ekki til.
• Vatnsdropar sitja oft eftir á plasthlutum
og viðloðunarfríum pottum, fötum eða
pönnum.
Neðri karfa
Setjið potta, lok, diska, salatskálar og hníf-
apör í neðri körfuna. Raðið stórum diskum
og lokum meðfram brún körfunnar.
Hnífaparakarfan
Látið handföng gaffla og skeiða vísa niður.
Látið handföng hnífa vísa upp.
Blandið skeiðunum saman við önnur hnífap-
ör svo að þær festist ekki saman.
Notið hnífaparagrindina. Ef hnífapörin eru of
stór til að hægt sé að nota hnífaparagrind-
ina, getur þú auðveldlega fjarlægt hana.
Efri karfa
Efri karfan er fyrir diska (hámark 24 sm að
þvermáli), undirskálar, salatskálar, bolla,
glös, potta og lok. Raðið hlutunum þannig
að vatn snerti alla fleti.
progress 9