User manual

MEÐFERÐ OG ÞRIF
Síur teknar úr og hreinsaðar
Óhreinar síur spilla þvottaárangri.
Í vélinni eru þrjár síur:
1. gróf sía (A)
2. fíngerð sía (B)
3. flöt sía (C)
A
B
C
A
B
C
1. Takið læsinguna af síunarbúnaðinum
með því að snúa handfangi fíngerðu sí-
unnar (B) um það bil 1/4 af hring rangs-
ælis.
2. Takið síunarbúnaðinn úr.
3. Grípið grófu síuna (A) með því að taka í
handfangið með gatinu.
4. Fjarlægið grófu síuna (A) út úr fíngerðu
síunni (B).
5. Fjarlægið flötu síuna (C) úr botni heimil-
istækisins.
D
6. Hreinsið síurnar undir rennandi vatni.
7. Setjið flata síuna (C) aftur í eins og hún
var. Passaðu að hún liggi rétt undir
höldunum tveimur (D).
8. Setjið grófu síuna (A) inn í fíngerðu síuna
(B) og þrýstið síunum saman.
9. Setjið síurnar á sinn stað.
10. Til að læsa síunarbúnaðinum snýrðu
handfanginu á fíngerðu síunni (B) rétts-
ælis þar til hún smellur í lás.
Hreinsun vatnsarma
Ekki fjarlægja vatnsarmana.
Ef óhreinindaagnir hafa stíflað götin á vatns-
örmunum skal fjarlægja óhreinindin með
kokteilpinna.
Hreinsun á ytra byrði
Þrífið ytra byrði uppþvottavélarinnar og
stjórnborðið með rökum, mjúkum klút Notið
aðeins mild þvottaefni. Ekki nota rispandi
efni, stálull eða leysiefni (t.d. aseton).
HVAÐ SKAL GERA EF...
Heimilistækið fer ekki í gang eða það stöðv-
ast í miðjum klíðum.
Reyndu fyrst að finna lausn á vandanum (sjá
töflu). Ef engin lausn finnst skaltu hafa sam-
band við viðgerðarþjónustuna.
Þegar um sumar bilanir er að ræða
blikka gaumljósin til að sýna viðvörun-
arkóða.
Viðvörunarkóði Bilun
Kerfisljósið blikkar stöðugt.
Endaljósið blikkar einu sinni við og við.
Uppþvottavélin fyllist ekki af vatni.
Kerfisljósið blikkar stöðugt.
Endaljósið blikkar tvisvar sinnum öðru hvoru.
Uppþvottavélin tæmist ekki af vatni.
12 progress