User manual

DAGLEG NOTKUN
Athugið hvort fylla þarf á uppþvottavélar-
salt eða gljáa.
Setjið hnífapör og diska í uppþvottavélina.
Setjið uppþvottaefnið í.
Veljið þvottakerfi sem hentar fyrir hnífap-
örin og diskana.
Setjið þvottakerfið í gang.
Góð ráð
Svampa, tuskur og aðra hluti sem sjúga í
sig vatn má ekki þvo í uppþvottavélinni.
Áður en leirtau er sett í vélina skal:
Fjarlægja allar matarleifar og rusl.
Mýkja leifar af brenndum mat í pottum
og pönnum
Þegar diskum og hnífapörum er raðað í
vélina skal gæta þess að:
Diskar og hnífapör hindri ekki snúning
vatnsarmanna.
Raðið hlutum sem eru holir að innan
eins og bollum, glösum, pottum o.s.frv.
þannig að opið vísi niður svo að vatn
geti ekki safnast í ílátið eða djúpan
botninn.
Diskar og hnífapör mega ekki liggja
hvert inni í öðru eða hylja hvert annað.
Til að forðast skemmdir á glösum
mega þau ekki snertast.
Leggið smáa hluti í hnífaparakörfuna.
Vatnsdropar sitja oft eftir á plasthlutum
og viðloðunarfríum pottum, fötum eða
pönnum; slíkir hlutir þorna ekki eins vel
og postulín og stálhlutir.
Létta hluti (plastskálar o.s.frv.) þarf að
setja í efri grindina og raða þannig að þeir
færist ekki til.
Eftirfarandi hnífapör og diska má
ekki þvo í uppþvottavélinni: aðeins stundum þvo í uppþvottavélinni:
Hnífapör með tré-, postulíns-, eða perlumóð-
urhandföngum og handföngum úr dýrahorni.
Plasthlutir sem ekki eru hitaþolnir.
Gömul hnífapör gerð úr samanlímdum hlutum
eru ekki hitaþolin.
Límd hnífapör eða diskar.
Pjátur- eða koparhlutir.
•Blýgler.
Stálhlutir sem hættir til að ryðga.
•Tréföt.
Hlutir úr gervitrefjum.
Leirmuni má aðeins þvo í uppþvottavélinni ef á
þeim er sérstakt merki frá framleiðandanum
um að þvo megi þá í uppþvottavél.
Mynstur úr glerungi geta dofnað við endurtek-
inn þvott í uppþvottavél.
Silfur- og álhlutum hættir til að aflitast í þvotti:
Matarleifar, t.d. eggjahvíta, eggjarauða og
sinnep aflita oft silfur og skilja eftir bletti á því.
Því skal alltaf þrífa matarafganga strax af silfri
ef ekki á að þvo það strax eftir notkun.
RÖÐUN HNÍFAPARA OG DISKA
Neðri karfan
Neðri karfan er til þess að raða í pottum,
lokum, diskum, salatskálum, hnífapörum
o.s.frv.
Fötum og stórum lokum á að raða í jaðar
körfunnar en gæta þess jafnframt að vatns-
armarnir geti hreyfst óhindrað.
progress 9