User manual

3. Til að breyta stillingunni ýtirðu aftur á
kerfisval-/hætta við-hnappinn. Í hvert
sinn sem ýtt er á hnappinn breytist still-
ingin. (Sjá upplýsingar um val á nýrri
stillingu í töflunni).
Dæmi:
Ef núverandi stilling er 5 ýtirðu einu sinni
á kerfisval-/hætta við-hnappinn til að
velja stillingu 6,
ef núverandi stilling er 10 ýtirðu einu
sinni á kerfisval-/hætta við-hnappinn til
að velja stillingu 1.
4. Til að vista aðgerðina í minninu skaltu
slökkva á uppþvottavélinni með því að
ýta á kveikja/slökkva-hnappinn.
NOTKUN UPPÞVOTTAVÉLARSALTS
Ađvörun
Notið aðeins salt sem er sérstaklega ætlað
til notkunar í uppþvottavélum. Allar aðrar
gerðir af salti sem ekki eru sérstaklega æt-
laðar til notkunar í uppþvottavélum, einkum
borðsalt, munu skemma vatnsmýkingar-
tækið. Ekki setja salt á vélina fyrr en rétt
áður en eitt af þvottakerfunum er sett í
gang. Það kemur í veg fyrir að saltkorn eða
saltvatn sem gætu hafa hellst niður sitji eftir
á botni uppþvottavélarinnar í of langan tíma,
en það gæti valdið tæringu.
Áfylling:
1. Opnið dyrnar, fjarlægið neðri körfuna og
skrúfið lokið af salthólfinu með því að
snúa því rangsælis.
2. Hellið 1 lítra af vatni í hólfið (þetta þarf
aðeins að gera áður en salt er fyllt á
í fyrsta sinn) .
3. Hellið saltinu í þar til hólfið er orðið fullt
með trektinni sem fylgir með.
4. Setjið lokið aftur á og gætið þess að
ekki séu neinar saltagnir á skrúfgangin-
um eða þéttingunni.
5. Skrúfið lokið þétt á aftur með því að
snúa því réttsælis þar til það stöðvast
með smelli.
Hafið ekki áhyggjur af því ef vatn flæðir
út fyrir hólfið þegar salt er fyllt á. Það er
eðlilegt.
Saltgaumljósið á stjórnborðinu get-
ur haldist kveikt í 2-6 tíma eftir
salt hefur verið fyllt á ef kveikt er á
uppþvottavélinni. Ef þú notar salt
sem er lengur að leysast upp, getur
þetta tekið lengri tíma. Það hefur
ekki áhrif á virkni uppþvottavélar-
innar.
progress 7