User manual
Öryggi barna
• Þetta heimilistæki er hannað til að vera
notað af fullorðnum. Börn verða að vera
undir eftirliti til að tryggja að þau leiki sér
ekki að heimilistækinu.
• Haldið öllum umbúðum frá börnum.
Hætta er á köfnun.
• Geymið öll þvottaefni á öruggum stað þar
sem börn ná ekki til.
• Haldið börnum í öruggri fjarlægð frá upp-
þvottavélinni þegar hurðin er opin.
Innsetning
• Athugið hvort uppþvottavélin hafi
skemmst í flutningum. Aldrei skal tengja
vél sem hefur orðið fyrir skemmdum. Ef
uppþvottavélin er skemmd skal hafa
samband við söluaðilann.
• Allar umbúðir verður að fjarlægja fyrir not-
kun.
• Hvers kyns rafmagns- eða pípulagningar-
vinna sem þarf við uppsetningu þessa
heimilistækis skal framkvæmd af hæfum
aðila með öll tilskilin réttindi.
• Af öryggisástæðum er hættulegt að
breyta eiginleikum eða reyna að breyta
þessari vöru á nokkurn hátt.
• Aldrei nota uppþvottavélina ef rafmagns-
snúran og vatnsslöngurnar eru skemmd-
ar, eða ef stjórnborðið, vinnuborðið eða
undirstaðan eru skemmd þannig að opið
sé inn í innra byrði heimilistækisins. Hafið
samband við viðgerðaraðila á staðnum
áður en hætta skapast af vélinni.
• Aldrei má bora í hliðar uppþvottavélarinn-
ar því það gæti valdið skemmdum á vö-
kvadrifnum og rafdrifnum íhlutum hennar.
Ađvörun Þegar vélin er tengd við
vatn og rafmagn skal fylgja
vandlega leiðbeiningunum sem
gefnar eru í viðeigandi köflum í
þessari notendahandbók.
VÖRULÝSING
progress 3