User manual

Úrgangsvatnstengingin má ekki vera staðs-
ett ofar en 60 sm frá botni uppþvottavélar-
innar.
Útslangan má koma annað hvort hægra
eða vinstra megin út úr uppþvottavélinni
Gætið þess að útslangan sé hvorki beygð
né klemmd þar sem það gæti hindrað eða
hægt á losun vatns.
Tappinn má ekki vera í vaskinum þegar vél-
in er að tæmast þar sem það gæti valdið
því að vatnið sogist til baka inn í vélina.
Heildarlengd útslöngunnar, með öllum við-
bættum framlengingum, má ekki fara yfir 4
metra. Innra þvermál framlengingarslöng-
unnar má ekki vera minna en þvermál
slöngunnar sem fylgir með vélinni.
Eins má innra þvermál tengjanna sem notuð
eru til að tengja við niðurfallið ekki vera
minna en þvermál slöngunnar sem fylgir
með vélinni.
Þegar útslangan er tengd við vatnslásstút
undir vaski þarf að fjarlægja alla plast-
himnuna (A). Ef plasthimnan er ekki öll fjar-
lægð munu mataragnir safnast upp smám
saman og á endanum stífla stút útslöngu
uppþvottavélarinnar
Heimilistækin okkar eru búin öryggisbú-
naði til að hindra að óhreint vatn komist
aftur inn í vélarnar. Ef stúturinn á vask-
inum þínum er með innbyggðan „ein-
stefnuloka“ getur það komið í veg fyrir
að uppþvottavélin tæmist rétt. Við ráð-
leggjum þér því að fjarlægja hann.
Til að forðast vatnsleka eftir uppsetn-
ingu skal gæta þess vel að vatnstengi
séu þétt.
TENGING VIÐ RAFMAGN
Ađvörun Samkvæmt
öryggisstöðlum þarf heimilistækið
að vera jarðtengt.
Áður en heimilistækið er notað í
fyrsta sinn þarf að gæta þess að
málspenna og tegund spennugjafa
sé sú sama og spennugjafinn þar
sem setja á tækið upp. Málgildi fyrir
öryggi er einnig að finna á tegun-
darspjaldinu.
Stingið alltaf rafmagnsklónni í sam-
band við rétt ísetta innstungu sem
gefur ekki raflost.
Ekki má nota fjöltengi, tengistykki
eða framlengingarsnúrur. Það gæti
valdið eldhættu vegna ofhitnunar.
Skiptið um innstungu ef nauðsyn
krefur. Ef skipta þarf um rafmagns-
snúru skal hafa samband við þjón-
ustuaðila á staðnum.
Klóin þarf að vera aðgengileg eftir
að heimilistækið hefur verið sett
upp.
Takið aldrei heimilistækið úr sam-
bandi með því að toga í snúruna.
Takið alltaf um klóna.
Framleiðandinn tekur ekki ábyrgð á
því ef ekki er farið eftir leiðbeining-
unum hér á undan.
20 progress