User manual

3. Snúið handfanginu um það bil 1/4 af
hring rangsælis og takið síunarbúnaðinn
út
4. Grípið grófu síuna (A) með því að taka í
handfangið með gatinu í og fjarlægið
hana úr fíngerðu síunni (B).
5. Hreinsið síurnar vel undir rennandi vatni.
6. Fjarlægið flötu síuna úr botni þvottahólf-
sins og hreinsið báðar hliðar vandlega.
7. Setjið flötu síuna aftur á sinn stað á
botni þvottahólfsins og gætið þess að
hún liggi rétt undir höldunum tveimur
(C).
8. Setjið grófu síuna (A) inn í fíngerðu sí-
una (B) og þrýstið þeim saman.
9. Setjið síurnar aftur á sinn stað og setjið
læsinguna á með því að snúa hand-
fanginu réttsælis að stopparanum. Í
þessu ferli skal gæta þess að flata sían
skagi ekki upp fyrir botn þvottahólfsins.
ALDREI nota uppþvottavélina án sí-
anna. Röng endurísetning síanna
mun skila lélegum þvotti og getur
valdið skemmdum á heimilistæk-
inu.
ALDREI reyna að fjarlægja vatnsar-
mana.
Ef óhreinindaagnir hafa stíflað götin á
vatnsörmunum skal fjarlægja óhreinind-
in með kokteilpinna.
Þrif á ytra byrði
Þrífið ytra byrði vélarinnar og stjórnborðið
með rökum, mjúkum klút. Notið mildan
uppþvottalög ef nauðsyn krefur. Aldrei má
nota efni sem rispa eða æta, stálull eða
leysiefni (asetón, þríklóretýlen o.s.frv. ...).
Þrif á innra byrði
Þrífa þarf reglulega þéttingar í kringum hurð-
ina og þvottaefnis- og gljáahólfið með rök-
um klút.
Við mælum með að keyra þvottakerfið fyrir
mjög óhreint leirtau á 3 mánaða fresti, með
þvottaefni í tómri vél.
Þegar langt hlé er gert á notkun
vélarinnar
Ef þú ætlar ekki að nota vélina í langan tíma
ráðleggjum við þér að:
1. Slökkva á vélinni og skrúfa svo fyrir
vatnið.
2. Skilja hurðina eftir opna til að koma í
veg fyrir vonda lykt.
3. Skilja innra byrði vélarinnar eftir hreint.
progress 15