User manual
Hnífaparakarfan
Ef hnífar með löngum blöðum eru
geymdir í uppréttri stöðu getur það
skapað hættu. Löng og/eða oddhvöss
áhöld eins og skurðarhnífa verður að
leggja lárétt í efri körfuna. Farið
gætilega við að raða í eða taka úr
vélinni oddhvassa hluti eins og hnífa.
Göfflum og skeiðum á að raða í lausu hníf-
aparakörfuna þannig að handföngin vísi nið-
ur og hnífum þannig að handföngin vísi upp.
Blandið skeiðum saman við önnur hnífapör
svo að þær festist ekki saman.
Við mælum með því að nota hnífaparagrind-
ina sem fylgir (ef hnífapörin passa í hana).
Efri karfa
Efri karfan er ætluð fyrir diska (kökudiska,
undirskálar, matardiska allt að 24 sm að
þvermáli), salatskálar, bolla og glös.
Raðið hlutum á og undir bollarekkana svo
að vatn komist að öllu yfirborði þeirra.
Forðist að setja diska í fyrstu þrjár grópirnar
fremst í körfunni. Passið að diskarnir halli
fram.
Glös á háum fæti má setja í bollarekkana
með fæturna vísandi upp.
Ef um hærri hluti er að ræða eru bollarekk-
arnir felldir upp.
Áður en dyrunum er lokað skal tryggja
að vatnsarmarnir geti snúist óhindrað.
10 progress