notendaleiðbeiningar Uppþvottavél PV 1530
progress EFNISYFIRLIT Öryggisupplýsingar Vörulýsing Stjórnborð Fyrsta notkun Stillið vatnsmýkingarbúnað Notkun uppþvottavélarsalts Notkun skolunarlögs Dagleg notkun Röðun hnífapara og diska Notkun þvottaefnis Velja og hefja þvottaferil 2 3 4 5 5 7 8 9 9 11 12 Að taka úr uppþvottavélinni Þvottastillingar Meðferð og þrif Hvað skal gera ef...
progress 3 Öryggi barna • Þetta heimilistæki er hannað til að vera notað af fullorðnum. Börn verða að vera undir eftirliti til að tryggja að þau leiki sér ekki að heimilistækinu. • Haldið öllum umbúðum frá börnum. Hætta er á köfnun. • Geymið öll þvottaefni á öruggum stað þar sem börn ná ekki til. • Haldið börnum í öruggri fjarlægð frá uppþvottavélinni þegar hurðin er opin. Innsetning • Athugið hvort uppþvottavélin hafi skemmst í flutningum. Aldrei skal tengja vél sem hefur orðið fyrir skemmdum.
progress 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Efri karfa Vatnsherslustilling Salthólf Þvottaefnishólf Gljáahólf Tegundarspjald Síur Neðri vatnsarmur Efri vatnsarmur STJÓRNBORÐ 3 1 2 A 1 2 3 4 4 B Kveikja/slökkva-hnappurinn Kerfisvals- / hætta við-hnappurinn (Reset) Gaumljós Kerfisgaumljós Kerfisgaumljós A og B Auk þess að sýna hvaða þvottakerfi er valið, leiðbeina þessi ljós þér jafnframt við eftirfarandi aðgerðir: – herslustig vatns stillt, – kveikt/slökkt á hljóðmerkjum.
progress 5 Munið alltaf að þegar eftirfarandi aðgerðir eru framkvæmdar: – þvottakerfi valið, – herslustig vatns stillt, – kveikt/slökkt á hljóðmerkjum, VERÐUR heimilistækið að vera núllstillt. Ýtið á kveikja/slökkva-hnappinn. Ef kerfisgaumljós logar stöðugt án þess að blikka þá er enn stillt á síðasta kerfið sem notað var eða valið. Ef svo er þarf að aflýsa þvottakerfinu til að núllstilla vélina.
progress frönskum gráðum (°TH) og mmól/l (millimól í lítra - alþjóðlegri mælieiningu fyrir herslustig vatns). Vatnsmýkingartækið á að stilla eftir því hversu hart vatnið er þar sem þú býrð. Vatnsveitan á staðnum getur veitt þér upplýsingar um hversu hart vatnið er þar sem þú býrð. Herslustig vatns Vatnsmýkingartækið þarf að stilla á tvo vegu: handvirkt með stilliskífu fyrir herslustig vatns og rafrænt.
progress 7 3. Til að breyta stillingunni ýtirðu aftur á kerfisval-/hætta við-hnappinn. Í hvert sinn sem ýtt er á hnappinn breytist stillingin. (Sjá upplýsingar um val á nýrri stillingu í töflunni). Dæmi: Ef núverandi stilling er 5 ýtirðu einu sinni á kerfisval-/hætta við-hnappinn til að velja stillingu 6, ef núverandi stilling er 10 ýtirðu einu sinni á kerfisval-/hætta við-hnappinn til að velja stillingu 1. 4.
progress NOTKUN SKOLUNARLÖGS Ađvörun Notið aðeins gljáa fyrir uppþvottavélar. Aldrei setja nein önnur efni í gljáahólfið (t.d. hreinsiefni fyrir uppþvottavélar eða þvottalög). Það myndi skemma heimilistækið. Gljái tryggir góða skolun og bletta- og rákalausa þurrkun. Gljáa er sjálfkrafa bætt við í síðustu skolumferðinni. 1. Opnið hólfið með því að þrýsta á losunarhnappinn (A). Ef gljái hefur hellst niður við áfyllinguna skal þrífa hann upp með rakadrægum klút til að ekki freyði of mikið í næsta þvotti.
progress 9 DAGLEG NOTKUN • Athugið hvort fylla þarf á uppþvottavélarsalt eða gljáa. • Setjið hnífapör og diska í uppþvottavélina. • Setjið uppþvottaefnið í. • Veljið þvottakerfi sem hentar fyrir hnífapörin og diskana. • Setjið þvottakerfið í gang. Góð ráð Svampa, tuskur og aðra hluti sem sjúga í sig vatn má ekki þvo í uppþvottavélinni. • Áður en leirtau er sett í vélina skal: – Fjarlægja allar matarleifar og rusl.
progress Hnífaparakarfan Ef hnífar með löngum blöðum eru geymdir í uppréttri stöðu getur það skapað hættu. Löng og/eða oddhvöss áhöld eins og skurðarhnífa verður að leggja lárétt í efri körfuna. Farið gætilega við að raða í eða taka úr vélinni oddhvassa hluti eins og hnífa. Efri karfa Efri karfan er ætluð fyrir diska (kökudiska, undirskálar, matardiska allt að 24 sm að þvermáli), salatskálar, bolla og glös. Raðið hlutum á og undir bollarekkana svo að vatn komist að öllu yfirborði þeirra.
progress 11 Hæð efri körfu stillt Þegar þvo á mjög stóra diska er hægt að raða þeim í neðri körfuna eftir að efri karfan hefur verið færð í efri stöðuna. Hámarkshæð leirtaus í neðri körfunni Með efri körfu uppi 33 sm Með efri körfu niðri 29 sm Svona er karfan færð í efri stöðuna: 1. Dragið körfuna út þar til hún stoppar. 2. Lyftið henni varlega báðum megin þar til búnaðurinn smellur fastur og karfan er stöðug. Svona er karfan lækkuð aftur niður í upphaflega stöðu: 1.
progress 2. Setjið uppþvottaefni í þvottaefnishólfið (1). Merkingarnar sýna skammtastærðirnar: 20 = um það bil 20 g af uppþvottaefni 30 = um það bil 30 g af uppþvottaefni. 1 2 3. Öll kerfi með forþvotti þurfa aukalegan skammt af uppþvottaefni (5/10 g) sem setja þarf í forþvottarhólfið (2). Sá þvottaefnisskammtur verður notaður í forþvottinum. Ef þvottaefnistöflur eru notaðar, er taflan sett í hólf (1) 4. Setjið lokið aftur á og ýtið á það þar til það læsist.
progress 13 4. Ýtið á kerfisval-/hætta við-hnappinn þar til ljósið fyrir þvottakerfið sem þú ætlar að stilla á kviknar (sjá töfluna ,,Þvottastillingar"). Lokið hurð uppþvottavélarinnar, kerfið fer þá sjálfkrafa í gang. Ađvörun EKKI stöðva eða aflýsa þvottakerfi sem er í gangi nema það sé alveg nauðsynlegt. Athugið! Heit gufa getur streymt út þegar hurðin er opnuð. Opnið hurðina varlega.
progress Kerfi Óhreinindastig Gerð hluta 50° Venjuleg óhreinindi Borðbúnaður og hnífapör Forþvottur Aðalþvottur að 50°C 1 milliskolun Lokaskolun Þurrkun Allt Hálf vél (þvottur kláraður síðar um daginn). 1 köld skolun (svo að matarleifar festist ekki á) Ekki þarf að nota þvottaefni fyrir þetta kerfi. 2) Lýsing á kerfi 1) Hentar vel til þvottar með hálfhlaðna uppþvottavél.
progress 15 3. Snúið handfanginu um það bil 1/4 af hring rangsælis og takið síunarbúnaðinn út 4. Grípið grófu síuna (A) með því að taka í handfangið með gatinu í og fjarlægið hana úr fíngerðu síunni (B). 5. Hreinsið síurnar vel undir rennandi vatni. 6. Fjarlægið flötu síuna úr botni þvottahólfsins og hreinsið báðar hliðar vandlega. 7. Setjið flötu síuna aftur á sinn stað á botni þvottahólfsins og gætið þess að hún liggi rétt undir höldunum tveimur (C). 9.
progress Frostvarnir Forðist að geyma vélina á stað þar sem hitastigið er undir 0°C. Ef ekki verður hjá því komist skal tæma vélina, loka hurðina, aftengja innslönguna (vatnsinntakið) og tæma hana. 1. Takið hana úr sambandi. 2. Skrúfið fyrir vatnskranann. 3. Takið inn- og útslöngurnar úr. 4. Togið vélina út ásamt slöngunum. Forðist að halla vélinni of mikið á meðan flutningi stendur. Vélin flutt Ef hreyfa þarf vélina (vegna húsflutninga o.s.frv. ...): HVAÐ SKAL GERA EF...
progress 17 Þær upplýsingar er að finna á tegundarspjaldinu á hlið hurðar uppþvottavélarinnar. Við mælum með að þú skráir hjá þér þessi númer til þess að þau séu alltaf tiltæk: Tegundarnúmer (Mod.) : . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .. Vörunúmer (PNC) : . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .. Raðnúmer (S.N.) : . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .. Vélin þvær ekki nógu vel Leirtauið er ekki hreint • Rangt þvottakerfi hefur verið valið.
progress Fullhlaðin vél: Venjulegt matarstell fyrir 12 manns Gljáastilling stilling 4 (Gerð III) Bollarekkar: staða A Stillingar efri körfu Stillingar neðri körfu Stillingar hnífaparakörfu INNSETNING Ađvörun Hvers kyns rafmagns- og/ eða pípulagningavinna sem þarf við uppsetningu þessa heimilistækis skal framkvæmd af rafvirkja og/eða pípulagningamanni með viðeigandi réttindi eða öðrum aðila sem hæfur er til verksins. Fjarlægið allar umbúðir áður en vélinni er komið fyrir.
progress 19 Þegar vélinni er komið fyrir skal þess gætt að inn- og útslangan og rafmagnssnúran séu hvorki beyglaðar né klemmdar. Vélin fest við einingarnar í kring Uppþvottavélina þarf að festa tryggilega við flísar. Þess vegna þarf að gæta þess að borðflöturinn sem hún er fest undir sé tryggilega festur við einhvern fastan hlut (aðliggjandi skápa eldhúsinnréttingar, vegg). Hallastilling Vélin verður að vera rétt hallastillt svo að hurðin lokist rétt og falli þétt að stöfum.
progress Úrgangsvatnstengingin má ekki vera staðsett ofar en 60 sm frá botni uppþvottavélarinnar. Útslangan má koma annað hvort hægra eða vinstra megin út úr uppþvottavélinni Gætið þess að útslangan sé hvorki beygð né klemmd þar sem það gæti hindrað eða hægt á losun vatns. Tappinn má ekki vera í vaskinum þegar vélin er að tæmast þar sem það gæti valdið því að vatnið sogist til baka inn í vélina. Heildarlengd útslöngunnar, með öllum viðbættum framlengingum, má ekki fara yfir 4 metra.
progress 21 UMHVERFISÁBENDINGAR Táknið á vörunni eða á umbúðum hennar táknar að vöruna megi ekki meðhöndla sem heimilissorp. Þess í stað ber að skila henni á viðeigandi endurvinnslustöð sem tekur við rafeindabúnaði og rafmagnstækjum. Með því að tryggja að vörunni sé fargað á réttan hátt stuðlar þú að því að koma í veg fyrir neikvæð áhrif sem röng förgun vörunnar gæti hugsanlega haft á umhverfi og heilsu.
progress
progress 23
www.progress-hausgeraete.