User manual

TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
Stærðir einingarinnar
Hæð 880 mm
Breidd 560 mm
Dýpt 550 mm
Spenna 230 V
Tíðni 50 Hz
Tæknilegar upplýsingar eru á tegundarsp-
jaldinu innan á vinstri hlið heimilistækisins
og á miða með upplýsingum um orkunotk-
un.
INNSETNING
Lesið ,,Öryggisupplýsingar" vandlega til
að tryggja öryggi þitt og rétta notkun
heimilistækisins áður en heimilistækið
er sett upp.
Staðsetning
Komið þessu heimilistæki fyrir á stað þar
sem hitastig umhverfisins samsvarar loft-
slagsflokknum sem gefinn er upp á tegund-
arspjaldi heimilistækisins:
Loft-
slags-
flokkur
Umhverfishitastig
SN +10°C til + 32°C
N +16°C til + 32°C
ST +16°C til + 38°C
T +16°C til + 43°C
Tenging við rafmagn
Áður en stungið er í samband þarf að full-
vissa sig um að rafspennan og raftíðnin sem
sýnd er á tegundarspjaldinu samræmist af-
lgjafa heimilisins.
Heimilistækið þarf að vera jarðtengt. Þess
vegna er kló aflgjafasnúrunnar útbúin með
sérstöku tengi. Ef rafmagnsinnstungan á
heimilinu er ekki jarðtengd skal setja heimil-
istækið í annað jarðsamband eftir gildandi
reglugerðum, í samráði við löggiltan rafvirk-
ja.
Framleiðandinn afsalar sig allri ábyrgð ef
ofangreindum öryggisleiðbeiningum er ekki
fylgt.
Þetta heimilistæki samræmist EBE tilskipun-
um.
Viðsnúanleg hurð
Hurðin á heimilistækinu opnast til hægri. Ef
þú vilt opna hurðina til vinstri, skal gera eftir-
farandi áður en heimilistækinu er komið fyrir:
1. Losið og takið úr efri pinnann.
2. Takið hurðina af.
3. Takið plastskinnuna af.
4. Losið um neðri pinnann með skrúflykli.
22 progress