User manual
Mikilvægt! Ef afþiðnun verður fyrir slysni, til
dæmis af því að rafmagnið fer af, og
rafmagnsleysið hefur varað lengur en gildið
sem sýnt er í tæknieiginleikatöflunni
undir ,,hækkunartíma", þarf að neyta
afþídda matarins fljótt eða elda hann strax
og frysta hann svo aftur (eftir kælingu).
Afþíðing
Djúpfryst eða fryst matvara, fyrir notkun, er
hægt að afþíða í ísskápnum eða við stofu-
hita, eftir því hversu fljótt matvaran þarf að
afþiðna.
Lítil stykki er jafnvel hægt að elda á meðan
þau eru enn frosin, beint úr frystinum, en þá
er eldunartíminn lengri.
Ísmolagerð
Þessu heimilistæki fylgir einn eða fleiri bakk-
ar til ísmolagerðar. Fyllið þessa bakka af
vatni og setjið þá í frystihólfið.
Mikilvægt! Notið ekki málmverkfæri til að
fjarlæga bakkana úr frystihólfinu.
Færanlegar hillur
Í hliðum ísskápsins eru margar höldur,
þannig að hægt er að koma hillunum fyrir
hvar sem óskað er.
Mikilvægt! Ekki færa glerhilluna fyrir ofan
grænmetisskúffuna eða flöskuhilluna, svo
að rétt loftstreymi haldist í ísskápnum.
Hurðarhillurnar staðsettar
Til að hægt sé að geyma matarumbúðir af
ýmsum stærðum er hægt að hafa hurðar-
hillurnar í mismunandi hæð.
Hæð hillnanna er stillt svona:
dragið hilluna smám saman út í áttina sem
örvarnar sýna þar til hún er laus og komið
henni aftur fyrir í þeirri hæð sem óskað er.
Þessi gerð heimilistækisins er með færa-
nlegt geymsluhólf sem komið er fyrir undir
hilluhólfi í hurð og er hægt að renna til hlið-
ar.
Mikilvægt! þetta heimilistæki er selt í
Frakklandi.
Samkvæmt reglugerðum sem gilda í þessu
landi þarf að fylgja með því sérstakur bún-
aður (sjá mynd) sem koma á fyrir í neðra
hólfi ísskápsins sem sýnir hvar kaldasta
svæði hans er.
progress 17










