User manual

má nota upprunalega varahluti frá fram-
leiðanda.
Umhverfisvernd
Í þessu heimilistæki eru engar gasteg-
undir sem geta skaðað ósonlagið,
hvorki í kælirás þess né einangrunar-
efnum. Heimilistækinu ætti ekki að far-
ga með venjulegu rusli. Einangrunar-
svampurinn inniheldur eldfimar loftteg-
undir; farga skal heimilistækinu í sam-
ræmi við gildandi reglugerðir sem nálg-
ast má hjá yfirvöldum á staðnum. For-
ðist að skemma kælieininguna, sérstak-
lega að aftanverðu við varmaskiptinn.
Efni notuð í þessu heimilistæki merkt
með tákninu
má endurvinna.
NOTKUN
Kveikt á
Setjið klóna í vegginnstunguna.
Snúið hitastillinum (Temperature) réttsælis á
miðlungsstillingu.
Slökkt á
Slökkt er á tækinu með því að snúa hitastill-
inum (Temperature) yfir í ,,O"-stöðu
Hitastilling
Hitastigið er stillt sjálfkrafa.
Svona á að setja heimilistækið í gang:
snúið hitastillinum (Temperature) yfir á
lægri stillingar til að hafa það á minnsta
kulda.
snúið hitastillinum (Temperature) yfir á
hærri stillingar til að hafa það á mesta
kulda.
Miðlungsstilling er venjulega heppileg-
ust.
Við nánari ákvörðun hitastillingar skal þó
hafa í huga að hitastigið inni í heimilistækinu
ræðst af:
hitastigi herbergis
hversu oft hurðin er opnuð
magni af mat í ísskápum
staðsetningu heimilistækisins.
Mikilvægt! Ef umhverfishitastig er hátt eða
heimilistækið er fullhlaðið og heimilistækið
er stillt á lágan hita, getur verið að það vinni
stöðugt, og þá getur frost myndast á
afturvegg þess. Þá þarf að stilla valskífuna á
hærri hita til að frostið hverfi sjálfkrafa og þá
verður orkunotkunin minni.
FYRSTA NOTKUN
Innra rýmið þrifið
Áður en heimilistækið er notað í fyrsta sinn
skal þvo innra rýmið og alla fylgihluti inni í
því með sápuvatni og mildri sápu til þess að
fjarlægja lyktina sem er alltaf af glænýrri
vöru, og þerra vandlega.
Mikilvægt! Ekki nota þvottaefni eða slípid-
uft, þar sem það skemmir yfirborðið.
DAGLEG NOTKUN
Frysting ferskra matvæla
Frystihólfið hentar til frystingar á ferskum
matvælum og geymslu á frosnum og djúp-
frystum mat í langan tíma.
Ekki er þörf á að breyta miðlungsstillingunni
þegar frysta á fersk matvæli.
Frystingin gengur þó hraðar fyrir sig ef hit-
astillinum er snúið yfir á hærri stillingu til að
fá sem mesta kælingu.
Mikilvægt! Í slíku ástandi gæti hitastig
kælihólfsins farið niður fyrir 0°C. Ef það
gerist þarf að stilla hitastillinn aftur á hlýrri
stillingu.
Geymsla frystra matvæla
Þegar heimilistækið er sett í gang á ný eftir
notkunarhlé í einhvern tíma, þá látið það
vera í gangi í minnst 2 tíma á hárri stillingu
áður en matvælin eru sett í hólfið.
16 progress