User manual
Notkun þvottaefnis
20
30
M
A
X
1
2
3
4
+
-
A
B
C
1. Ýtið á opnunarhnappinn (B) til að lyfta
lokinu (C).
2. Setjið þvottaefnið í þvottaefnishólfið
(A) .
3. Ef þvottaferillinn felur í sér forþvott skal
setja dálítið af þvottaefni í innri hluta
hurðarinnar.
4. Ef notuð er þvottaefnistafla, setjið þá
töfluna í þvottaefnishólfið (A).
5. Setjið lokið aftur á. Gætið þess að op-
nunarhnappurinn læsist í rétta stöðu.
Velja og hefja þvottaferil
Núllstilling
Heimilistækið þarf að vera á núllstillingu til
að hægt sé að samþykkja sumar aðgerðir.
Heimilistækið er á núllstillingu, þegar öll
gaumljós þvottaferla eru kveikt eftir að
kveikt er á heimilistækinu og skjárinn sýnir 2
láréttar stöðustikur.
Ef stjórnborðið sýnir önnur skilyrði, haldið þá
niðri valhnöppum (B) og (C) samtímis þar til
heimilistækið er á núllstillingu.
Kerfi sett í gang án tímavals
1. Skrúfið frá vatnskrananum.
2. Hafið hurð heimilistækisins hálfopna á
meðan þvottaferill er valinn.
3. Ýtið á hnappinn kveikja/slökkva til að
virkja heimilistækið. Gætið þess að
heimilistækið sé á núllstillingu.
4. Ýtið á hnappinn fyrir þvottaferilinn sem
þú ætlar að stilla á.
• Gaumljós viðkomandi þvottaferils
helst kveikt en gaumljós allra annarra
þvottaferla slokkna.
• Tímalengd þvottaferilsins blikkar á
skjánum.
• Þá kviknar þvottagaumljósið.
5. Lokið hurð heimilistækisins. Þvottaferill-
inn fer þá af stað.
• Skjárinn sýnir lengd þvottaferilsins,
sem styttist í 1 mínútu skrefum.
• Þvottagaumljósið og gaumljós þvotta-
ferilsins haldast kveikt.
Þvottaferill settur í gang með tímavali
1. Stillið á þvottaferil.
2. Ýttu á tímavalshnappinn aftur og aftur
þangað til skjárinn sýnir þann frestunar-
tíma sem þú vilt stilla inn (frá 1 upp í 24
klst.).
• Frestunartími þvottaferilsins blikkar á
skjánum.
3. Lokið hurð heimilistækisins. Niðurtalning
fer af stað.
• Skjárinn sýnir niðurtalningu tímaval-
sins, sem styttist í 1 klukkustundar
skrefum.
• Það slökknar á þvottagaumljósinu.
• Að niðurtalningu lokinni fer þvottaferillinn
sjálfkrafa í gang.
– Þá kviknar þvottagaumljósið.
– Skjárinn sýnir hvað þvottaferillinn tekur
langan tíma.
Hægt er að stilla þvottaferilinn og tíma-
valið þó að hurð heimilistækisins sé lok-
uð. Í því ástandi hefurðu aðeins 3 sek-
úndur eftir hverja stillingu áður en heim-
ilistækið fer í gang.
Hurðin opnuð á meðan heimilistækið er
í gangi
Ef hurðin er opnuð stöðvast heimilistækið.
Þegar hurðinni er lokað heldur heimilistækið
áfram frá þeim tímapunkti þar sem truflunin
varð.
Hætt við tímaval á meðan niðurtalning
er í gangi
Haldið niðri valhnöppum (B) og (C) samtímis
þar til kviknar á gaumljósum allra þvottaferl-
anna og skjárinn sýnir 2 láréttar stöðustikur.
Þegar þú afturkallar tímavalið fer heimil-
istækið aftur í stillingarham. Þá þarftu
að velja þvottaferilinn aftur.
progress 9