User manual
Vélin þvær og þurrkar ekki nógu vel
Vandamál Möguleg orsök og lausn
Lélegur árangur af þvottum. • Sjá „Dagleg notkun“, „Ábendingar og ráð“ og bækling
um hleðslu í grindur.
• Notaðu öflugri þvottakerfi.
• Ef þú notar þvottaefnistöflur skaltu alltaf kveikja á valmö-
guleikanum Multitab.
Lélegur árangur af þurrkun. • Borðbúnaður hefur verið skilinn eftir of lengi inni í lokuðu
heimilistæki.
• Það er enginn gljái eða skammturinn af gljáa er ekki næ-
gur. Settu gljáaskammtarann á hærra stig.
• Þörf kann að vera á að þurrka plasthluti með þurrku.
• Við mælum með að þú notir alltaf gljáa, jafnvel meðfram
samsettum þvottatöflum.
Hvítar rákir og bláleit lög eru á
glösum og diskum.
• Losað magn af gljáa er of mikið. Stilltu gljáaskammtarann
á lægra stig.
• Magn þvottaefnis er of mikið.
Blettir og þurrir vatnsdropar á
glösum og diskum.
• Losað magn af gljáa er ekki nægilega mikið. Stilltu gljáas-
kammtarann á hærra stig.
• Gæðum gljáans getur verið um að kenna.
Diskarnir eru blautir. • Kerfið er ekki með þurrkunarferli eða er með þurrkunarferli
með lágu hitastigi.
• Gljáaskammtarinn er tómur.
• Gæðum gljáans getur verið um að kenna.
• Gæðum á þvottaefnistöflum getur verið um að kenna. Pró-
faðu annað vörumerki eða virkjaðu gljáann og notaðu gljáa
ásamt samsettu þvottaefnistöflunum.
• Hafðu hurð uppþvottavélarinnar hálfopna í smátíma áður
en þú fjarlægir borðbúnaðinn.
Heimilistækið er blautt að in-
nan.
• Þetta er ekki galli í heimilistækinu. Þetta er vegna rakans í
loftinu sem þéttist á veggjunum.
Óvenjuleg froða meðan á þvotti
stendur.
• Notaðu aðeins þvottaefni fyrir uppþvottavélar.
• Það er leki í gljáaskammtaranum. Hafðu samband við
viðurkennda þjónustumiðstöð.
Vottur af ryði á hnífapörum. • Það er of mikið salt í vatninu sem notað er til þvotta. Sjá
„Vatnsmýkingarbúnaður“.
• Hnífapör úr silfri og ryðfríu stáli voru sett saman. Forðastu
að setja hluti úr silfri og ryðfríu stáli þétt saman.
18 Progress