User manual
Notkun þvottaefnis
20
30
BA D
C
1. Ýttu á opnunarhnappinn (B) til að lyfta
lokinu (C).
2. Settu þvottaefnið í þvottaefnishólfið
(A) .
3. Ef þvottaferillinn er með forþvotti, skal
setja lítið magn af þvottaefni í hólf (D).
4. Ef þú notar þvottaefnistöflu, settu þá
töfluna í þvottaefnishólfið (A).
5. Settu lokið aftur á. Gættu þess að op-
nunarhnappurinn læsist í rétta stöðu.
Velja og hefja þvottaferil
Núllstilling
Tækið þarf að vera á núllstillingu til að hægt
sé að samþykkja sumar aðgerðir.
Tækið er á núllstillingu þegar, eftir ræsingu:
• Gaumljósin fyrir alla þvottaferla eru kveikt.
Ef stjórnborðið sýnir önnur skilyrði, haltu þá
niðri valhnöppum (B) og (C) samtímis þar til
heimilistækið er á núllstillingu.
Kerfi sett í gang án tímavals
1. Skrúfaðu frá vatnskrananum.
2. Hafðu hurð heimilistækisins hálfopna á
meðan þvottakerfi er valið.
3. Ýttu á hnappinn kveikja/slökkva til að
virkja heimilistækið. Kveikt/slökkt-
gaumljósið kviknar.
4. Gættu þess að heimilistækið sé á núllst-
illingu.
5. Ýttu á hnappinn fyrir kerfið sem þú ætlar
að stilla á.
• Þá kviknar á vísinum tengdum þeim
þvottaferli.
• Þá kviknar þvottagaumljósið.
6. Lokið hurð heimilistækisins. Þvottaferill-
inn fer af stað.
Kerfi sett í gang með tímavali
1. Stilltu á kerfi.
2. Ýttu ítrekað á tímavalshnappinn þar
gaumljósið fyrir þann tímafjölda, sem þú
ætlar að stilla á, blikkar. Hægt er að stilla
á 3, 6 eða 9 tíma.
3. Lokið hurð heimilistækisins. Niðurtalning
fer af stað.
• Tímavalsljósið hættir að blikka.
• Það slökknar á þvottagaumljósinu.
• Að niðurtalningu lokinni fer þvottaferillinn
sjálfkrafa í gang.
– Þá kviknar þvottagaumljósið.
– Það slökknar á gaumljósi tímavals.
Hægt er að stilla þvottaferilinn og tíma-
valið þó að hurð heimilistækisins sé lok-
uð. Í því ástandi hefurðu aðeins 3 sek-
úndur eftir hverja stillingu áður en heim-
ilistækið fer í gang.
Að opna hurðina á meðan heimilistækið
er í gangi
Ef þú opnar hurðina stöðvast heimilistækið.
Þegar þú lokar hurðinni heldur tækið áfram
frá þeim tímapunkti þar sem truflunin varð.
Hætt við tímaval
Haltu niðri valhnöppum (B) og (C) samtímis
þar til slokknar á tímavalsljósinu og kviknar
á öllum kerfisljósunum.
Þegar þú afturkallar tímavalið fer heimil-
istækið aftur í stillingarham. Þá þarftu
að velja þvottaferilinn aftur.
Að hætta við þvottaferil
Haltu niðri valhnöppum (B) og (C) samtímis
þar til kviknar á öllum kerfisljósunum.
Passaðu að það sé þvottaefni í þvott-
aefnishólfinu áður en þú setur nýtt kerfi
í gang.
Við lok þvottaferils
Þegar þvottaferlinum er lokið kviknar enda-
ljósið og þvottagaumljósið slökknar.
1. Ýttu á hnappinn kveikja/slökkva til að
slökkva á heimilistækinu. Það slökknar á
kveikt-/slökkt-ljósinu.
2. Skrúfaðu fyrir kranann.
progress 9










