User manual

Kerfi stillt og sett í gang með tímavali
1. Eftir að búið er að stilla á þvottakerfið,
ýtið á tímavalshnappinn þar til gaumlj-
ósið, sem samsvarar klukkustundunum
sem valdar voru, blikkar (3 klst, 6 klst
eða 9 klst).
2. Lokið dyrum uppþvottavélarinnar, nið-
urtalningin hefst þá sjálfkrafa.
3. Niðurtalningin fer fram í 3 klst. skrefum.
4. Ef hurðin eru opnuð truflar það niðurtal-
ninguna. Lokið hurðinni, kerfið mun fara
í gang frá þeim punkti sem það var
stöðvað á.
5. Þegar seinkunartíminn er liðinn fer kerfið
sjálfkrafa í gang.
Þegar niðurtalning tímavalsins er liðin
fer þvottakerfið sjálfkrafa í gang.
Val á þvottakerfi og tímavali getur einnig
farið fram með hurðina lokaða.
Þegar þú ýtir á hnappinn fyrir þvotta-
kerfið hefurðu AÐEINS 3 sekúndur til
að velja annað þvottakerfi eða tímaval.
Að þessum 3 sekúndum liðnum fer
valda þvottakerfið sjálfkrafa í gang.
Ađvörun EKKI stöðva eða aflýsa
þvottakerfi sem er í gangi nema það sé
alveg nauðsynlegt.
Athugið! Heit gufa getur streymt út
þegar hurðin er opnuð. Opnið hurðina
varlega.
Hætt við tímaval eða þvottakerfi sem er
þegar í gangi
Halda samtímis niðri valhnöppunum
tveimur B og C þar til ljósin slökkna í öll-
um kerfisvalhnöppunum.
Aflýsing á tímavali felur jafnframt í sér að
þvottakerfinu sem stillt er á er aflýst. Þá
þarftu að velja þvottakerfið aftur.
Ef velja á nýtt þvottakerfi skal athuga
hvort þvottaefni sé í þvottaefnishólfinu.
Þvottakerfi sem er í gangi stöðvað
Opnið hurð uppþvottavélarinnar, þá
stöðvast kerfið. Lokið hurðinni, kerfið mun
fara í gang frá þeim punkti sem það var
stöðvað á.
Ýtið á kveikt/slökkt-hnappinn og við það
slökkna öll ljós. Ýtið aftur á kveikja/slök-
kva-hnappinn, kerfið mun fara í gang frá
þeim punkti sem það var stöðvað á.
Lok þvottakerfis
Uppþvottavélin stöðvast sjálfkrafa.
Gaumljósið End (enda-gaumljósið) er
kveikt.
Ljós kerfisins sem var að ljúka helst
kveikt.
1. Slökkvið á uppþvottavélinni með því að
ýta á kveikja/slökkva-hnappinn.
2. Opnið hurð uppþvottavélarinnar og haf-
ið hana hálfopna í nokkrar mínútur áður
en leirtauið er fjarlægt, þá verður það
ekki eins heitt og nær að þorna betur.
AÐ TAKA ÚR UPPÞVOTTAVÉLINNI
Heitt leirtau er viðkvæmt fyrir hnjaski.
Leirtau ætti því að fá að kólna niður áður
en það er tekið úr heimilistækinu.
Tæmið neðri körfun fyrst og svo þá efri,
þannig lekur vatn ekki ofan úr efri körfunni
niður á leirtauið í þeirri neðri.
Vatn getur myndast á hliðum og hurð
uppþvottavélarinnar við það að ryðfría
stálið verður að lokum kaldara en leirtau-
ið.
Þegar þvottakerfi lýkur er mælt
með því að uppþvottavélin sé tekin
úr sambandi og skrúfað fyrir vatns-
kranann.
14 progress