User manual

2. Setjið uppþvottaefni í þvottaefnishólfið
(1). Merkingarnar sýna skammtastær-
ðirnar:
20 = um það bil 20 g af uppþvottaefni
30 = um það bil 30 g af uppþvottaefni.
1
2
3. Öll kerfi með forþvotti þurfa aukalegan
skammt af uppþvottaefni (5/10 g) sem
setja þarf í forþvottarhólfið (2).
Sá þvottaefnisskammtur verður notaður
í forþvottinum.
Ef þvottaefnistöflur eru notaðar, er tafl-
an sett í hólf (1)
4. Setjið lokið aftur á og ýtið á það þar til
það læsist.
Þvottaefnistöflur frá ólíkum framleiðend-
um eru mislengi að leysast upp. Þar af
leiðandi ná sumar þvottaefnistöflur ekki
að þrífa eins vel og þær ættu að gera í
stuttum þvottakerfum. Því skal nota
löng þvottakerfi þegar þvottaefnistöflur
eru notaðar til að tryggja að þvottaefnið
skolist alveg af.
Notkun samsettra þvottaefnistaflna
Þær innihalda þvottaefni sem hafa hreinsun-
ar- skolunar- og saltvirkni. Þær innihalda
einnig önnur efni sem fara eftir tegundum
taflna ('3 í 1', '4 í 1', '5 í 1' o.s.frv.).
1. Athugaðu hvort þessi þvottaefni henta
þínu herslustigi vatns. Sjá leiðbeiningar
framleiðanda.
Ekki er lengur þörf á að fylla á salthólfið
og gljáahólfið. Þá er alltaf kveikt á
gljáagaumljósinu þegar kveikt er á vél-
inni.
2. Veljið lægstu stillingu fyrir herslustig
vatns og skammtastærð gljáa.
Ef vélin þurrkar ekki nógu vel skaltu
prófa að:
1. Setja gljáa í gljáahólfið.
2. Stilla skammtastærð gljáa á 2.
Ef þú vilt stilla aftur á venjulegt
þvottaefniskerfi mælum við með því að:
1. Fylla aftur á salt- og gljáahólfin.
2. Breyta stillingu á herslustigi vatns á
hæstu stillingu og keyra 1 venjulegt
þvottakerfi með vélina tóma.
3. Breyta stillingu á herslustigi vatns í sam-
ræmi við herslustig vatnsins á þínu
svæði.
4. Aðlaga gljáaskammtinn.
STILLING FYRIR SAMSETTA ÞVOTTAEFNISTÖFLU
Þetta heimilistæki býður upp á ,,stillingu fyrir
samsetta þvottaefnistöflu" sem leyfir notkun
samsettra (Multitab) þvottaefnistaflna.
Þær innihalda þvottaefni sem hafa hreinsun-
ar- skolunar- og saltvirkni. Þær innihalda
einnig önnur efni sem fara eftir tegundum
taflna ("3 í 1", "4 í 1", "5 í 1" o.s.frv. ...).
Athugaðu hvort þessi þvottaefni henta þínu
herslustigi vatns. Sjá leiðbeiningar framleið-
anda.
Þegar þessi stilling hefur verið valin er hún
áfram virk fyrir öll þvottakerfi sem á eftir
koma.
Þegar þetta aukaval er valið slökknar sjálf-
krafa á innflæði gljáa og salts úr viðeigandi
12 progress