User manual
6. Settu síuna (A) saman og komdu henni
fyrir á sínum stað í síu (B). Snúðu henni
réttsælis þangað til hún læsist.
Röng staðsetning sía getur leitt til lé-
legrar frammistöðu við þvotta og valdið
tjóni á heimilistækinu.
Hreinsun vatnsarma
Ekki fjarlægja vatnsarmana.
Ef óhreinindaagnir hafa stíflað götin á vatns-
örmunum skal fjarlægja óhreinindin með
þunnum oddhvössum hlut.
Þrif að utan
Þvoðu tækið með rökum og mjúkum klút.
Notið aðeins mild þvottaefni. Ekki nota risp-
andi efni, stálull eða leysiefni.
BILANALEIT
Heimilistækið fer ekki í gang eða stöðvast
skyndilega við notkun.
Áður en þú hefur samband við þjónustu,
athugaðu upplýsingar sem fylgja til að finna
lausn á vandanum.
Þegar sum vandamál koma upp, blikka
sum gaumljósin stöðugt og/eða slitrótt
á sama tíma til að sýna viðvörunar-
kóða.
Viðvörunarkóði Vandamál
• Gaumljós hins stillta kerfis blikkar stöðugt.
• Endaljósið blikkar einu sinni við og við.
Heimilistækið fyllist ekki af vatni.
• Gaumljós hins stillta kerfis blikkar stöðugt.
• Endaljósið blikkar tvisvar við og við.
Uppþvottavélin tæmist ekki af vatni.
• Gaumljós hins stillta kerfis blikkar stöðugt.
• Endaljósið blikkar þrisvar við og við.
Flæðivörnin er á.
Ađvörun Slökkvið á heimilistækinu
áður en athuganirnar eru gerðar.
Vandamál Hugsanleg lausn
Þú getur ekki kveikt á heimilistækinu. Gætið þess að klóin sé tengd við rafmagnsinnstunguna.
Gakktu úr skugga um að engin skemmd öryggi séu í
öryggjaboxinu.
Þvottaferillinn fer ekki í gang. Gætið þess að hurð heimilistækisins sé lokuð.
Ef stillt er á tímaval, afturkallaðu þá stillinguna eða bíddu
eftir að niðurtalningu ljúki.
Heimilistækið fyllist ekki af vatni. Gætið þess að skrúfað sé frá vatnskrananum.
Gakktu úr skugga um að vatnsþrýstingurinn á kerfinu sé
ekki of lágur. Til að fá þær upplýsingar skal hafa sam-
band við vatnsveituna.
Gakktu úr skugga um að vatnskraninn sé ekki stíflaður.
Gakktu úr skugga um að sían í innslöngunni sé ekki stífl-
uð.
Gakktu úr skugga um að engar beyglur eða sveigjur séu
á innslöngunni.
progress 11










