User manual

1. Snúið gljáavalskífunni til að auka eða
minnka skammtinn.
Aukið skammtinn ef vatnsdropar eða
grábrúnir kalkblettir eru á leirtauinu.
Minnkið skammtinn ef rákir, mjólkur-
litaðir blettir eða bláleit filma er á leir-
tauinu.
RÖÐUN HNÍFAPARA OG DISKA
Góð ráð
Varúđ Notið heimilistækið aðeins til að
þvo það leirtau heimilisins sem má þvo
í uppþvottavél.
Ekki nota heimilistækið til að þvo hluti sem
geta dregið í sig vatn (svampa, tuskur
o.s.frv.).
Áður en hnífapör og leirtau er sett í vélina
skal gera eftirfarandi:
Fjarlægið allar matarleifar og agnir.
Mýkið brenndar matarleifar í pottum og
pönnum.
Þegar hnífapör og leirtau er sett í vélina
skal gera eftirfarandi:
Raðið hlutum sem eru holir að innan
(t.d. bollum, glösum og pottum) í vélina
þannig að opið vísi niður.
Passið að vatn safnist ekki fyrir í ílátum
eða í djúpum botnum.
Passið að hnífapör og leirtau sé ekki
innan í hvort öðru.
Gætið þess að hnífapör og leirtau liggi
ekki yfir öðrum hnífapörum og leirtaui.
Passið að glös snerti ekki önnur glös.
Leggið smáa hluti í hnífaparakörfuna.
Vatnsdropar sitja oft eftir á plasthlutum
og viðloðunarfríum pottum, fötum eða
pönnum. Slíkir hlutir þorna ekki jafn vel og
postulín og stálhlutir.
Setjið létta hluti í efri körfuna. Passið að
hlutirnir hreyfist ekki til.
Varúđ Gætið þess að vatnsarmarnir
geti hreyfst óhindrað áður en
þvottakerfi er sett í gang.
Ađvörun Lokið alltaf hurðinni eftir að
heimilistækið er hlaðið eða tekið úr því.
Opin hurð getur verið hættuleg.
Neðri karfa
Setjið potta, lok, diska, salatskálar og hníf-
apör í neðri körfuna. Raðið stórum diskum
og lokum meðfram brún körfunnar.
Hnífaparakarfa
Ađvörun Ekki setja hnífa með löngum
blöðum í lóðrétta stöðu. Leggið löng og
oddhvöss hnífapörum lárétt í efri
körfuna. Farið varlega með hvassa hluti.
Látið handföng gaffla og skeiða vísa niður.
Látið handföng hnífa vísa upp.
8 progress