User manual
NOTKUN ÞVOTTAEFNIS
Notið eingöngu þvottaefni (duft, lög eða
töflu) sem eru ætluð fyrir uppþvottavél-
ar.
Fylgið upplýsingunum á umbúðunum:
• Skammtastærð sem framleiðandinn
mælir með.
• Geymsluráðleggingar.
Draga má úr mengun með því að nota
ekki meira af þvottaefni en nauðsynlegt
er.
Settu þvottaefni í þvottaefnishólfið í eftirfar-
andi skrefum:
1. Opnið lok þvottaefnishólfsins.
2. Setjið þvottaefni í þvottaefnishólfið (A).
Strikið sýnir skammtastærðina:
20 = um það bil 20 g af uppþvottaefni
30 = um það bil 30 g af uppþvottaefni.
3. Ef þú notar þvottakerfi með forþvotti,
settu þá meira af þvottaefni í forþvottar-
hólfið (B).
A
B
4. Ef þú notar þvottaefnistöflur, settu þá
töfluna í þvottaefnishólfið (A).
5. Setjið lokið aftur á þvottaefnishólfið. Ýtið
á lokið þar til það smellur fast.
Notkun þvottaefnistöflu
Settu þvottaefnistöfluna í þvottaefnishólfið
(A).
Þvottaefnistöflur innihalda:
• þvottaefni
• gljáa (skolunarlög)
• önnur hreinsiefni.
Fylgið eftirfarandi skrefum þegar þvottaefn-
istöflur eru notaðar:
1. Gætið þess að þvottaefnistöflurnar hen-
ti fyrir herslustig vatns á þínu svæði. Sjá
leiðbeiningar framleiðanda.
2. Veljið lægstu stillingu fyrir herslustig
vatns og skammtastærð gljáa.
Ekki er þörf á að fylla á salthólfið og
gljáahólfið.
Ef vélin þurrkar ekki nógu vel skaltu
prófa að:
1. Setja gljáa í gljáahólfið.
2. Stilla skammtastærð gljáa á 2.
Fylgið eftirfarandi skrefum við að setja
þvottaefnisduft aftur í:
1. Fyllið á salthólfið og gljáahólfið.
2. Stillið vatnsmýkingarbúnaðinn á hæstu
stillingu.
3. Þvoið eina vél án leirtaus.
4. Stillið vatnsmýkingarbúnaðinn. Sjá kaf-
lann „Stillið vatnsmýkingarbúnað“.
5. Aðlagið gljáaskammtinn.
10 progress