User manual

Fljótari forhitun
Þar sem blástursofn nær upp hita mjög
fljótt er venjulega ekki þörf á að forhita hann
en samt getur verið að það þurfi að bæta
5-7 mínútum við eldunartímann. Ef baka á
eftir uppskriftum sem þurfa hærra hitastig ,
t.d. brauð, kökur, skonsur, frauðbökur
(soufflé), næst bestur árangur ef ofninn er
forhitaður á undan.
Lægra hitastig
Eldun í blástursofni þarf venjulega lægra
hitastig en eldun í venjulegum ofni.
Farið eftir hitastigum sem mælt er með á
eldunartöflunni. Munið að lækka yfir- og
undirhitann um 20-25°C miðað við venju-
legar uppskriftir ykkar.
Jöfn hitun fyrir bakstur
Blástursofninn hitnar jafnt fyrir allar plötuh-
illurnar. Þetta þýðir að hægt er að elda mik-
ið magn af sömu matartegundum í ofnin-
um samtímis. Þess ber þó að geta að efsta
plötuhillan brúnar aðeins fyrr en sú neðri.
Það er ekkert athugavert við þetta. Bragð
berst ekki milli matartegunda.
Efra og neðra hitaelement
Miðhillan gefur bestu hitadreifinguna. Ef
þess er óskað að botninn brúnist þá setjið
tertur og kökur á neðri hillu í ofninum. Til að
baksturinn brúnist að ofan færið hann ofar
í ofninn.
Efni og yfirborð forma og skála sem notuð
eru við baksturinn hafa áhrif á brúnun að
neðan. Ef notuð eru dökk, þung ílát eða ílát
með glerjuðu eða festulausu yfirborði brún-
ast botninn meira en yfirborð á ílátum úr
eldföstu gleri, gljáandi áli eða fægðu stáli
endurkastar hitanum burt og botninn brún-
ast minna.
Setjið alltaf ílátin á miðja plötuna til að fá
jafna brúnun.
Komið ílátum fyrir á hæfilega stórum bök-
unarplötum til að koma í veg fyrir að leki
niður á botn ofnsins og til að auðvelda þrif.
Látið ekki diska, form eða bökunar-
plötur beint á botn ofnsins vegna þess
að hann hitnar mjög mikið og skemmdir
geta orðið. Þegar þessi stilling er notuð
kemur hitinn bæði frá efra og neðra hitael-
ementinu. Þannig er hægt að elda á einni
hæð. Þetta hentar mjög vel fyrir mat sem
þarf að brúna vel að neðan t.d. opnar
eggja- og ávaxtabökur.
Gratín, lasagna og kjötbökur sem þarf að
brúna vel að ofan er einnig hentugt að elda í
hefðbundinni stillingu ofnsins.
Notkun hitans að ofan og að neðan:
1. Stillið hitastillinn á þann hita sem óskað er
2. Stillið hitastillinn á þann hita sem óskað er.
Undirhiti
Þetta kerfi hentar mjög vel þegar verið er að
baka kökur og pæbotna og einnig til að ljúka
bakstri á opnum eggja- og ávaxtabökum til
að öruggt sé að eggja- eða ávaxtabakan sé
alveg bökuð í gegn.
Ljós hitastillisins lýsir þar til réttu hitastigi
er náð. Síðan kviknar og slokknar á því
til að sýna að hitastiginu er haldið stöð-
ugu.
Að grilla
Setjið flestar matartegundir á grindina í
grillpönnunni til að loft leiki sem mest um
þær og til að halda matnum fyrir ofan fitu
og safa. Ef vill má setja t.d. fisk, lifur og nýru
beint á grillpönnuna.
Þurrkið vandlega af matnum til að koma í
veg fyrir að vökvi sprautist um allt. Berið
dálitla olíu eða brætt smjör á magrar fæð-
utegundir til að halda þeim rökum meðan
á eldun stendur.
Setjið meðlæti t.d. tómata og sveppi undir
grindina þegar verið er að grilla kjöt.
Ef hita á brauð mælum við með að nota
efstu plötuna.
Snúið matnum eftir þörfum meðan á eldun
stendur.
Að nota grillið
Þegar grillið er notað safnast beinn hiti fyrir
hratt við miðju grillpönnunnar. Grillið lítið
magn í einu til að ná sem bestum árangri.
Þannig sparast einnig orka.
1. Snúið ofnstillinum að kveikja á honum
2. Stillið hitastillinn á þann hita sem óskað er.
3. Veljið hentuga plötuhillu fyrir grillskúffuna
eftir því hvort maturinn sem á að grilla er
þykkur eða þunnur. Farið eftir leiðbein-
ingum um notkun grillsins.
Grillelementinu er stjórnað af hitastillinum.
Meðan á grillun stendur þá kveikir og slekkur
grillið á sér til skiptis til að koma í veg fyrir of-
hitnun.
progress 7