User manual
Þrif að utan
Strjúkið reglulega af stjórnborðinu, ofnhurð-
inni og hurðarþéttingunni með mjúkum klút
sem er vel undinn upp úr volgu vatni með
dálitlu af þvottalegi.
Til að koma í veg fyrir að glerið í hurðinni
skemmist eða veikist þá forðist eftirfarandi:
• Skúringa- og bleikingarefni
• Sápuvætta skúringapúða sem henta ekki
fyrir potta með festulausu yfirborði
• Brillo/Ajax skúringapúða eða stálullarpúða
• Ofnahreinsipúða með sterkum efnum eða
sprautubrúsa
•Ryðhreinsiefni
• Blettahreinsi fyrir böð og vaska
Hreinsið glerið í hurðinni að utan- og innan-
verðu með volgu sápuvatni.
Ef glerið verður mjög óhreint að innanverðu
er mælt með því að nota hreinsiefni t.d. "Hob
Brite" Notið ekki málningarsköfur til að þrífa
bletti.
Ofninn að innanverðu
Best er að þrífa glerunginn í botni ofnsins
meðan hann er enn volgur.
Strjúkið yfir ofninn með mjúkum klút sem er
skolaður úr volgu sápuvatni eftir hvert sinn.
Við og við þarf að hreinsa ofninn vandlega.
Notið algengt ofnahreinsiefni til þess.
Grillelement
Þessi gerð ofns er útbúin með grillelement
sem er á hjörum til að auðvelda hreinsun á
þaki ofnsins.
Ađvörun Áður en þrifið er gætið þess
að láta ofninn kólna og að hann hafi
verið tekinn úr sambandi.
1. Losið skrúfuna sem heldur grillelem-
entinu (sjá mynd ). Þegar þetta er gert
í fyrsta sinn mælum við með því að
notað sé skrúfjárn.
2. Dragið síðan grillelementið varlega
niður þar til hægt er að komast að
þaki ofnsins (sjá mynd ).
3. Hreinsið þak ofnsins með hentugu
hreinsiefni og þurrkið vel af því áður
en grillelementið er sett aftur á sinn
stað.
4. Þrýstið grillelementinu varlega á sinn
stað og herðið skrúfuna vel.
Ađvörun Gætið þess að festiskrúfan
á grillelementinu sé vel hert þannig
að hún detti ekki niður við notkun.
Skipt um peru í ofninum
Mikilvægt! Takið ofninn úr sambandi
með því að rjúfa öryggið.
Peran sem sett er í þarf að vera af eftirfarandi
gerð:
– Spenna: 15W / 25W
– Straumur: 230 V (50 Hz)
– Hitaþol allt að 300°C
–Tengi: E14
Þessar perur fást hjá umboðsaðila.
Að skipta um peru:
1. Áður en þrifið er gætið þess að láta ofninn
kólna og að hann hafi verið tekinn úr sam-
bandi.
2. Ýtið glerkúplinum inn og snúið rangsælis
3. Takið biluðu peruna úr og setjið nýja í.
4. Setjið glerkúpulinn aftur á og setjið raf-
magnið aftur á.
progress 13