User manual

rjúfa jarðtenginguna á neinum stað. Guli og
græni vírinn skal vera 2-3 cm lengri en allir
hinir vírarnir.
Tengikapalinn skal alltaf leggja þar sem hann
komi hvergi í snertingu við meiri hita en 50°C
(umfram stofuhita).
Eftir að tengingum er lokið þá þarf að prófa
hitaelementin með því að kveikja á þeim í um
það bil 3 mínútur.
Raðklemma
Ofninn er útbúin með 6 tengja raðklemmu
með tengingarnar forstilltar fyrir 400V spennu
með núlltengingu (sjá mynd).
Ef önnur spenna er til staðar þarf að snúa
tengingum klemmunnar í samræmi við kerfið
sem sýnt er á myndinni.
Vartengingin er tengd við
snertuna.
Eftir að tengingum er lokið þá tryggið kapal-
inn við klemmuna með kapalfestingum.
1 2
3
4
5
Raftengingar við helluborð
Mikilvægt! Farið eftir leiðbeiningum um
uppsetningu helluborðsins, innbyggðrar
eldavélar eða stjórntöflu!
Hægt er að tengja þessa vél við þær gerðir
helluborða sem tilgreindar eru í kaflanum
"Tæknilegar upplýsingar".
Tengið fyrir helluborðið er staðsett á grind
eldavélarinnar.
Tengikaplar fyrir rafmagnshellur og varteng-
ingin eru færðir út fyrir innbyggt helluborðið;
klær eru settar á þessa kapla.
Stingið klónum og tengiköplunum í samband
í viðeigandi innstungur.
Þetta kemur í veg fyrir rangar tengingar.
Framleiðandinn firrir sig hvers konar
ábyrgð ef ekki er farið eftir öryggisregl-
um.
Leiðbeiningar um uppsetningu
Til að tryggja að tækið sem sett er upp starfi
án vandræða þá þarf einingin eða eyjan þar
sem setja á upp tækið að vera af viðeigandi
stærð.
Í samræmi við gildandi reglur þá þarf að
ganga frá öllum þeim atriðum sem veita vernd
fyrir rafstuði frá virkum og einangruðum hlut-
um þannig að ekki sé hægt að losa þau án
þess að nota til þess verkfæri.
Þetta á einnig við um festingar loka á upp-
hafs- eða endatengjum á innbyggðum ein-
ingum.
Vernd gegn rafstuði þarf reyndar að tryggja
við innbyggingu tækisins.
Hægt er að staðsetja tækið með bak eða hlið
upp við hærri einingar í eldhúsinu, önnur tæki
eða veggi. Samt skal aðeins setja önnur tæki
eða einingar sem eru í sömu hæð og ofninn
við hina hlið hans.
Mál ofnsins (sjá mynd)
594
7
20
570
590
540
560
14 progress