User manual
Hreinsið ofninn eftir hverja notkun.
Þetta er auðveldasta leiðin til að hreinsa af
óhreinindi. Það kemur í veg fyrir að blettir
brenni inn.
Hreinsiefni
Athugið hvort hreinsiefni sem nota á til að
þrífa ofninn séu hentug að mælt sé með not-
kun þeirra af framleiðandanum
Notið ALDREI bleikingarefni því þau geta gert
yfirborðið matt. Forðist einnig gróf ræstiefni.
Þrif að utan
Strjúkið reglulega af stjórnborðinu, ofnhurð-
inni og hurðarþéttingunni með mjúkum klút
sem er vel undinn upp úr volgu vatni með
dálitlu af þvottalegi.
Til að koma í veg fyrir að glerið í hurðinni
skemmist eða veikist þá forðist eftirfarandi:
• Skúringa- og bleikingarefni
• Sápuvætta skúringapúða sem henta ekki
fyrir potta með festulausu yfirborði
• Brillo/Ajax skúringapúða eða stálullarpúða
• Ofnahreinsipúða með sterkum efnum eða
sprautubrúsa
•Ryðhreinsiefni
• Blettahreinsi fyrir böð og vaska
Hreinsið glerið í hurðinni að utan- og innan-
verðu með volgu sápuvatni.
Ef glerið verður mjög óhreint að innanverðu
er mælt með því að nota hreinsiefni t.d. "Hob
Brite" Notið ekki málningarsköfur til að þrífa
bletti.
Ofninn að innanverðu
Best er að þrífa glerunginn í botni ofnsins
meðan hann er enn volgur.
Strjúkið yfir ofninn með mjúkum klút sem er
skolaður úr volgu sápuvatni eftir hvert sinn.
Við og við þarf að hreinsa ofninn vandlega.
Notið algengt ofnahreinsiefni til þess.
Skipt um peru í ofninum
Mikilvægt! Takið ofninn úr sambandi
með því að rjúfa öryggið.
Peran sem sett er í þarf að vera af eftirfarandi
gerð:
– Spenna: 15W / 25W
– Straumur: 230 V (50 Hz)
– Hitaþol allt að 300°C
–Tengi: E14
Þessar perur fást hjá umboðsaðila.
Að skipta um peru:
1. Áður en þrifið er gætið þess að láta ofninn
kólna og að hann hafi verið tekinn úr sam-
bandi.
2. Ýtið glerkúplinum inn og snúið rangsælis
3. Takið biluðu peruna úr og setjið nýja í.
4. Setjið glerkúpulinn aftur á og setjið raf-
magnið aftur á.
Ofnhurðin
Ofnhurðin er gerð úr tveimur glerplötum.
Hægt er að taka ofnhurðina í sundur og fjar-
lægja innri plöturnar til að auðvelda þrif.
Ađvörun Takið ofnhurðina af áður en
hún er þrifin. Ofnhurðin gæti lokast
snögglega ef reynt er að taka
glerplöturnar úr meðan hurðin er enn í
ofninum.
Hurðin er tekin af sem hér segir:
1. Opnið hurðina upp á gátt.
2. Finnið hurðarlamirnar
3. Lyftið og snúið læsingunum á lömunum
10 progress










