User manual

Mörg efni sem framleidd eru til að hreinsa
vinnufleti í eldhúsum innihalda efni sem geta
skemmt plastið sem notað er í þessu heim-
ilistæki. Þess vegna er mælt með því að
ytra byrði þessa heimilistæki sé aðeins þrifið
með volgu vatni með örlitlum uppþvottalegi
í.
Að þrifum loknum það skal stinga búnaðin-
um aftur í samband við rafmagn.
Frystirinn afþíddur
Eitthvað frost myndast alltaf á hillum frysti-
sins og í kringum efra hólfið.
Afþíðið frystinn þegar frostlagið nær um 3-5
mm. þykkt.
Fylgið eftirfarandi leiðbeiningum við afþíð-
inguna:
1. Snúið hitastillinum yfir á ,,0"-stillingu og
takið rafmagnsklóna úr rafmagnsinn-
stungunni.
2. Fjarlægið allan mat sem er í geymslu,
vefjið nokkrum lögum af dagblöðum
utan um hann og komið fyrir á svölum
stað.
3. Hafið hurðina opna.
4. Fjarlægið stóru skúffurnar þrjár.
5. Að afþíðingu lokinni skal fjarlægja vatnið
sem safnast hefur fyrir í litlu botnskúff-
unni og þurrka innra byrðið vel.
Stingið rafmagnsklónni í vegginnstunguna
og stillið hitastillinn á miðstillingu. Eftir að
hafa látið heimilistækið vera í gangi í minnst
tvo tíma á stillingunni hröð frysting er hægt
að setja matinn sem fjarlægður var úr fryst-
inum aftur í frystihólfin.
Loftraufarnar hreinsaðar
CAB
1. Fjarlægið sökkulinn (A) og svo loftristina
(B).
2. Hreinsið loftristina.
3. Dragið hlífðarplötuna út (C) og athug
hvort eitthvað vatn hafi orðið eftir við af-
þíðinguna.
4. Hreinsið neðri hluta heimilistækisins
með ryksugu.
Þegar hlé er gert á notkun
heimilistækisins
Gerið eftirfarandi ráðstafanir þegar heimilis-
tækið er ekki í notkun í langan tíma í einu:
1. takið heimilistækið úr sambandi við raf-
magn
2. fjarlægið allan mat
3. og þrífið heimilistækið og alla fylgihluti
4. skiljið dyrnar eftir í hálfa gátt svo að ekki
myndist slæm lykt.
Mikilvægt! Ef skápurinn er hafður í gangi,
biðjið þá einhvern að líta eftir honum af og til
svo að maturinn sem í honum er skemmist
ekki ef rafmagnið fer.
HVAÐ SKAL GERA EF...
Ađvörun Áður en gerð er bilanaleit skal
taka rafmagnsklóna úr sambandi við
innstunguna.
Aðeins löggildur rafvirki eða hæfur aðili
má gera bilanaleit sem er ekki í þessari
handbók.
Mikilvægt! Venjulegri vinnslu fylgja einhver
hljóð (frá þjöppu, kælirás).
18 progress