User manual

Slökkt á
1. Til að slökkva á heimilistækinu skal
snúa hitastillinum yfir á ,,0"-stöðu. Þá
heyrist hljóðmerki í 2 sekúndur.
2. Það slökknar á gaumljósinu.
Hitastilling
Hitastiginu inni í heimilistækinu er stýrt af
hitastillinum sem er neðst í hólfinu.
Svona á að setja heimilistækið í gang:
snúið hitastillinum (Temperature) yfir á
lægri stillingar til að hafa það á minnsta
kulda.
snúið hitastillinum (Temperature) yfir á
hærri stillingar til að hafa það á mesta
kulda.
Miðlungsstilling er venjulega heppileg-
ust.
Við nánari ákvörðun hitastillingar skal þó
hafa í huga að hitastigið inni í heimilistækinu
ræðst af:
hitastigi herbergis
hversu oft hurðin er opnuð
magni af mat í heimilistækinu
staðsetningu heimilistækisins.
Aðgerðin hröð frysting
Þú getur virkjað aðgerðina hröð frysting
með því að ýta á hnappinn fyrir hraða fryst-
ingu.
Þá kviknar á ljósinu fyrir hraða frystingu.
Hægt er að gera þetta aukaval óvirkt hven-
ær sem er með því að ýta á hnappinn fyrir
hraða frystingu.
Þá slökknar á ljósinu fyrir hraða frystingu.
Viðvörun fyrir of hátt hitastig
Hafi hitastigið inni í frystinum hækkað að því
marki að ekki sé lengur hægt að tryggja
örugga geymslu frosinna matvæla (til dæm-
is vegna rafmagnsleysis) mun viðvörunar-
ljósið blikka og viðvörunarhljóðmerki heyr-
ast.
1. Slökkvið á viðvörunarhljóðmerkinu með
því að ýta á hnappinn fyrir hraða fryst-
ingu.
Þá kviknar ljósið fyrir hraða frystingu.
Viðvörunarljósið blikkar þar til réttu hita-
stigi hefur aftur verið komið á.
2. Sleppa má hnappnum fyrir hraða fryst-
ingu um leið og slokknað hefur á við-
vörunarljósinu.
Þá slokknar ljósið fyrir hraða frystingu.
Fyrst eftir að kveikt er á frystinum blikk-
ar viðvörunarljósið þar til hitastigið er
komið niður í hitastig sem er öruggt fyrir
geymslu á frosnum mat.
FYRSTA NOTKUN
Innra rýmið þrifið
Áður en heimilistækið er notað í fyrsta sinn
skal þvo innra rýmið og alla fylgihluti inni í
því með sápuvatni og mildri sápu til þess að
fjarlægja lyktina sem er alltaf af glænýrri
vöru, og þerra vandlega.
Mikilvægt! Ekki nota þvottaefni eða slípid-
uft, þar sem það skemmir yfirborðið.
DAGLEG NOTKUN
Frysting ferskra matvæla
Frystihólfið hentar til frystingar á ferskum
matvælum og geymslu á frosnum og djúp-
frystum mat í langan tíma.
Áður en ferskur matur er frystur, stillið á
aukavalið Fast Freeze minnst 24 tímum
áður en maturinn sem á að frysta er settur í
frystihólfið.
Setjið ferska matinn sem á að frysta í tvö
efstu hólfin.
Hámarksmagn matvæla sem hægt er að
frysta á 24 tímum er tilgreint á tegundarsp-
jaldinu, merkingu sem staðsett er innan á
heimilistækinu.
Frystingarferlið tekur 24 tíma: á þessu tím-
abili má ekki bæta við öðrum mat sem á að
frysta.
Eftir 24 tíma, þegar frystingarferlinu er lokið,
skal fara aftur í það hitastig sem krafist er
(sjá ,,Hitastillingar").
Geymsla frystra matvæla
Þegar heimilistækið er sett í gang á ný eftir
notkunarhlé í einhvern tíma, þá látið það
16 progress