User manual

Þurrkið vandlega af matnum til að koma í
veg fyrir að vökvi sprautist um allt. Berið
dálitla olíu eða brætt smjör á magrar fæð-
utegundir til að halda þeim rökum meðan
á eldun stendur.
Setjið meðlæti t.d. tómata og sveppi undir
grindina þegar verið er að grilla kjöt.
Ef hita á brauð mælum við með að nota
efstu plötuna.
Snúið matnum eftir þörfum meðan á eldun
stendur.
Að nota grillið
Þegar grillið er notað safnast beinn hiti fyrir
hratt við miðju grillpönnunnar. Grillið lítið
magn í einu til að ná sem bestum árangri.
Þannig sparast einnig orka.
1. Snúið ofnstillinum að kveikja á honum
2. Stillið hitastillinn á þann hita sem óskað er.
3. Veljið hentuga plötuhillu fyrir grillskúffuna
eftir því hvort maturinn sem á að grilla er
þykkur eða þunnur. Farið eftir leiðbein-
ingum um notkun grillsins.
Grillelementinu er stjórnað af hitastillinum.
Meðan á grillun stendur þá kveikir og slekkur
grillið á sér til skiptis til að koma í veg fyrir of-
hitnun.
Rafmagnsgrill
Hitagrill er önnur aðferð við að elda fæðuteg-
undir sem venjulega eru ekki grillaðar. Grillel-
ementið og vifta ofnsins vinna samtímis og
láta heitt loft leika um matinn.
Ekki er eins mikil þörf á að líta eftir matnum
og snúa honum.
Hitagrill dregur úr matarlykt í eldhúsinu.
Að undanteknu ristuðu brauði og lítið elduð-
um steikum er hægt að nota hitagrillið við að
grilla allan þann mat sem venjulega er eldaður
undir hefðbundnu grilli.
Maturinn eldast af meiri varúð; þess vegna
tekur aðeins lengri tíma að elda með hitagrilli
í samanburði við hefðbundið grill.
Einn af kostunum er að hægt er að elda meira
magn á sama tíma.
1. Snúið ofnstillinum að kveikja á honum
2.Mikilvægt! Stillið hitagrillið á
hámarkshita 200°C.
Afþiðnun
Ofnviftan starfar án hita og kemur hringrás á
loft inni í ofninum sem er við stofuhita.
Afþiðnun tekur skemmri tíma.
Athugið hins vegar að lofthitinn í eldhúsinu
hefur áhrif á hve maturinn afþiðnar hratt.
Þetta kerfi hentar sérstaklega vel fyrir að af-
þíða viðkvæmar tegundir matar sem hiti gæti
valdið skemmdum á, t.d. fylltar tertur, tertur
með kremi, smjördeigskökur, brauð og ann-
an gerbakstur.
Gangið úr skugga um að hitastillirinn sé á
OFF.
Ábendingar og yfirlit um eldun
Um bakstur:
Tertur og kökur þurfa venjulega miðlungshita
(150°C-200°C).
Þess vegna er nauðsynlegt að forhita ofninn
í um 10 mínútur. 10 mínútur.
Opnið ekki ofnhurðina fyrr en 3/4 bakstur-
stímans eru liðnir.
Bökur úr pædeigi eru bakaðar í springformi
eða á plötu í allt að 2/3 af bökunartímanum
og síðan eru þær fylltar og síðan lokið við
baksturinn.
Baksturstíminn til viðbótar er háður þið hvers
konar fylling er notuð og í hvaða magni.
Svamptertudeig verður að vera þannig að
það losni treglega af sleifinni.
Ef of mikill vökvi er notaður þá yrði bökunar-
tíminn of langur.
Ef tvær bökunarplötur með smákökum eða
kexi eru settar í ofninn samtímis þarf að hafa
eitt hillubil á milli þeirra.
Ef tvær bökunarplötur með kökum eða kexi
eru settar í ofninn samtímis þarf að skipta um
efri og neðri plötu eftir um það bil 2/3 bök-
unartímans.
Steiking:
Steikið ekki steikur sem eru minni en 1 kg.
Minni stykki geta þornað við steikingu.
Dökkt kjöt sem á að vera vel steikt að utan en
millisteikt eða lítið steikt að innan þarf að
steikjast á hærri hita (200°C-250°C).
Ljóst kjöt, kjúklingur eða fiskur þurfa lægri hita
(150°C- 175°C).
Ef eldunartíminn er stuttur ætti aðeins að
setja efni fyrir sósu eða steikarsósu í ofnsk-
úffuna strax þegar steikingin hefst.
progress 7