User manual
Ef öryggishitastillirinn rýfur strauminn vegna
rangrar notkunar á vélinni þá er auðveldlega
hægt að lagfæra það eftir að ofninn hefur
kólnað. Ef hitastillirinn rýfur strauminn vegna
bilunar í búnaði þá hafið samband við not-
endaþjónustuna.
Kaldblástur
Ofninn hefur kaldblástur, sem kælir stjórn-
borðið, snerilrofann og handfangið á ofn-
hurðinni. Kaldblásturinn er fer sjálfkrafa í gang
þegar ofninn er í notkun.
Heitu lofti er blásið í gegnum opið næst við
handfangið á ofnhurðinni.
Kaldblásturinn slekkur á sér þegar ofnkerfis-
rofinn er í " 0 " stöðu.
Fyrir fyrstu notkun
Ađvörun Fjarlægið allar umbúðir af
ofninum, jafnt að innan sem að utan
áður en hann er tekinn i notkun.
Áður en ofninn er notaður í fyrsta sinn ætti að
hita hann upp tóman.
Meðan á þessu stendur getur myndast
óþægileg lykt. Það er ekkert athugavert við
þetta. Það sem veldur þessu eru leifar af efn-
um sem notuð eru í framleiðslunni.
Sjáið til þess að eldhúsið sé vel loftræst.
1.
Stillið ofnstillinn á heitt loft
2. Stillið hitastillinn á 250°C.
3. Opnið glugga til loftræstingar.
4. Látið ofninn vera í gangi tóman í um 45
mínútur.
Endurtakið þetta fyrir efra og neðra hitaelem-
ent
og rafmagnsgrillið í um 5 - 10 mín-
útur.
Þegar þessu er lokið látið ofninn kólna niður
og hreinsið hann síðan að innanverðu með
mjúkum klút vættum í volgu sápuvatni.
Áður en eldað er í fyrsta sinn þarf að þvo allan
aukabúnað ofnsins vandlega.
Þegar ofnhurðin er opnuð skal alltaf taka á
handfanginu í miðjunni þar til hurðin er alveg
opin.
Notkun
Notkun ofnsins
Mikilvægt! Leggið ekki álpappír eða
bökunarplötur o.s.frv. á ofnbotninn vegna
þess að hitinn sem þá myndast getur
skemmt glerungshúð ofnsins. Setjið föt og
potta, eldföst mót og potta og líka álbakka á
hilluna sem sett er í rennurnar fyrir hillur.
Þegar matur er hitaður þá myndast gufa líkt
og í katli. Þegar gufan kemst í snertingu við
glerið á ofnhurðinni þá þéttist hún og myndar
örsmáa dropa.
Til að draga úr gufumyndun þá á alltaf að
forhita ofninn í 10 mínútur.
Við mælum með því að rakinn sé þurrkaður
af eftir hverja eldun.
Mikilvægt! Ávallt skal grilla með
ofnhurðina lokaða.
Opnið ofnhurðina alltaf með varúð. Látið
ekki hurðina "detta niður" heldur haldið við
hana með handfanginu þar til hún er alveg
opin
progress 5