User manual
Ofnljós 25 W
Mótor kæliviftu 25 W
Heildar gildi tengingar
1850 W
Rekstrarspenna (50 Hz) 230 V
Stærðir einingarinnar
Hæð - lægri brún að ofan 600 mm
Hæð - í einingunni 587 mm
Breidd 560 mm
Dýpt 550 mm
Ofninn að innanverðu
Hæð 335 mm
Breidd 405 mm
Dýpt 410 mm
Rúmtak ofnsins 56 l
Uppsetning
Leiðbeiningar fyrir uppsetningarmann
Mikilvægt!
Uppsetning og tengingar skal
framkvæma í samræmi við gildandi
reglur. Öll inngrip skal framkvæma
þegar ofninn hefur verið tekinn úr
sambandi. Aðeins sérþjálfaðir
tæknimenn skulu framkvæma viðgerðir
á ofninum
Framleiðandinn firrir sig hvers konar
ábyrgð ef ekki er farið eftir öryggisregl-
um.
Tenging við rafmagn
Áður en tenging við rafmagn fer fram þá
gangið úr skugga um eftirfarandi:
– Öryggið og rafleiðslur íbúðarinnar verða að
vera hannaðar fyrir hámarsálag ofnsins (sjá
merkiplötu með markgildum).
– Raftækið skal vera tryggilega jarðgeng í
samræmi við gildandi reglur.
– Innstungan eða fjöltengi með slökkvara
þarf að vera á aðgengilegum stað eftir að
ofninn hefur verið settur á sinn stað.
Þetta raftæki er afgreitt með tengikapli sem
er með staðlaðri kló og hentar fyrir hámark-
sálagið sem kemur fram á merkiplötunni.
Klóna skal setja í samband við viðeigandi inn-
stungu í vegg.
Eftirfarandi gerðir af rafmagnskapli henta, ef
tekið er tillit til uppgefins þverskurðarmáls:
H07RN-F, H05RN-F, H05RR-F, H05VVF,
H05V2V2-F (T90), H05BB-F.
Ef ofninn er tengdur án klóar eða ef ekki er
hægt að komast að klónni þá þarf að setja
fjölpóla straumrofa (t.d. öryggi og slökkvara)
með minnst 3 mm bil milli snerta milli ofnsins
og rafmagnskapalsins. Slökkvarinn skal ekki
rjúfa jarðtenginguna á neinum stað. Guli og
græni vírinn skal vera 2-3 cm lengri en allir
hinir vírarnir.
Tengikapalinn skal alltaf leggja þar sem hann
komi hvergi í snertingu við meiri hita en 50°C
(umfram stofuhita).
Eftir að tengingum er lokið þá þarf að prófa
hitaelementin með því að kveikja á þeim í um
það bil 3 mínútur.
Raðklemma
Ofninn er útbúinn með aðgengilegri rað-
klemmu sem er hönnuð til notkunar með ein-
fasa rafkerfi 230V.
Leiðbeiningar um uppsetningu
Til að tryggja að tækið sem sett er upp starfi
án vandræða þá þarf einingin eða eyjan þar
sem setja á upp tækið að vera af viðeigandi
stærð.
Í samræmi við gildandi reglur þá þarf að
ganga frá öllum þeim atriðum sem veita vernd
fyrir rafstuði frá virkum og einangruðum hlut-
um þannig að ekki sé hægt að losa þau án
þess að nota til þess verkfæri.
Þetta á einnig við um festingar loka á upp-
hafs- eða endatengjum á innbyggðum ein-
ingum.
Vernd gegn rafstuði þarf reyndar að tryggja
við innbyggingu tækisins.
progress 13