User manual

Öryggishitastillir
Til að koma í veg fyrir hættulega ofhitnun
(vegna þess að vélin hefur verið notuð á rang-
an hátt eða vegna bilunar í búnaði) þá er ofn-
inn útbúinn með öryggishitastilli sem rýfur
strauminn. Ofninn kveikir sjálfkrafa á sér þeg-
ar hitastigið lækkar.
Ef öryggishitastillirinn rýfur strauminn vegna
rangrar notkunar á vélinni þá er auðveldlega
hægt að lagfæra það eftir að ofninn hefur
kólnað. Ef hitastillirinn rýfur strauminn vegna
bilunar í búnaði þá hafið samband við not-
endaþjónustuna.
Kaldblástur
Viftan kælir ofninn og stjórnborðið. Viftan
kveikir á sér sjálfkrafa eftir nokkurra mínútna
eldun. Heitt loft er dregið út gegnum ristar í
grennd við handfangið á ofnhurðinni. Þegar
slökkt hefur verið á ofninum þá getur viftan
verið áfram í gangi til að kæla ofninn og búnað
hans. Það er ekkert athugavert við þetta.
Áhrif kælingarinnar frá viftunni fara eftir
því hve lengi ofninn hefur verið notaður
og á hvaða hitastigi. Hún fer hugsanlega
alls ekki af stað á lágu hitastigi eða geng-
ur áfram ef ofninn hefur aðeins verið not-
aður í stuttan tíma.
Fyrir fyrstu notkun
Ađvörun Fjarlægið allar umbúðir af
ofninum, jafnt að innan sem að utan
áður en hann er tekinn i notkun.
Áður en ofninn er notaður í fyrsta sinn ætti að
hita hann upp tóman.
Meðan á þessu stendur getur myndast
óþægileg lykt. Það er ekkert athugavert við
þetta. Það sem veldur þessu eru leifar af efn-
um sem notuð eru í framleiðslunni.
Ofninn virkar aðeins ef búið er að
stilla klukkuna.
Sjáið til þess að eldhúsið sé vel loftræst.
1. Vistið tíma klukkunnar í rafrænu minni
ofnsins (sjá kaflann "rafrænn tímastillir")
2.
Stillið ofnstillinn á heitt loft
3. Stillið hitastillinn á 250°C.
4. Opnið glugga til loftræstingar.
5. Látið ofninn vera í gangi tóman í um 45
mínútur.
Endurtakið þetta fyrir efra og neðra hitaelem-
ent
og rafmagnsgrillið í um 5 - 10 mín-
útur.
Þegar þessu er lokið látið ofninn kólna niður
og hreinsið hann síðan að innanverðu með
mjúkum klút vættum í volgu sápuvatni.
Áður en eldað er í fyrsta sinn þarf að þvo allan
aukabúnað ofnsins vandlega.
Þegar ofnhurðin er opnuð skal alltaf taka á
handfanginu í miðjunni þar til hurðin er alveg
opin.
progress 5