Navigation Manual
63BP A2 Basic
IS
• Verndaðu tækið gegn:
- vatni og raka
- miklum sveiflum í hitastigi
- höggum og falli
- mengun og ryki
- sólarljósi
- hita og kulda
• Handleggsborðinn er viðkvæmur og fara verður gætilega með
hann.
•
Ekki nota annan handleggsborða eða tengi til að mæla með þessu
tæki.
• Blástu handleggsborðann ekki upp nema að honum hafi verið
komið rétt fyrir á handlegg.
• Notaðu ekki tækið nálægt sterku rafsegulsviði, t.d. farsíma eða
útvarpssendi.
• Notaðu tækið ekki ef þú heldur að það sé bilað eða ef þú tekur
eftir einhverju óvenjulegu.
• Aldrei má opna þetta tæki.
•
Ef ekki á að nota tækið tímabundið skaltu taka rafhlöðurnar úr því.
• Lestu nánari öryggisupplýsingar í bæklingnum.
Gættu þess að börn handfjatli ekki tækið án eftirlits; sumir
hlutar þess eru það litlir að hægt er að gleypa þá.
Viðhald tækisins
Hreinsaðu tækið eingöngu með mjúkum og þurrum klút.
Þrif á handleggsborða
Fjarlægið bletti gætilega af handleggsborðanum með rökum klút
og sápu.
VIÐVÖRUN: Handleggsborðann má hvorki þvo í þvottavél
né uppþvottavél!
Nákvæmnismæling
Ráðlegt er að sannreyna nákvæmni tækisins á 2 ára fresti og
einnig ef það verður fyrir hnjaski (t.d. dettur í gólfið). Vinsamlega
hafðu samband við MEDOR ehf., umboð Microlife á Íslandi, og
pantaðu nákvæmnismælingu á tækinu.
Förgun
Farga ber rafhlöðum og rafeindabúnaði í samræmi við
gildandi reglur á hverjum stað en ekki með venjulegu
heimilissorpi.
11.Ábyrgð
Á tækinu er tekin 5 ára ábyrgð frá kaupdegi. Ábyrgðin gildir aðeins
ef söluaðili hefur fyllt út ábyrgðarskírteini (sjá bakhlið) þar sem
kaupdagsetning eða kvittun er staðfest.
• Ábyrgðin nær ekki til rafhlaðna og slithluta.
• Ábyrgðin fellur úr gildi ef tækið hefur verið opnað eða breytingar
gerðar á því.
• Ábyrgðin tekur ekki til skemmda vegna rangrar meðferðar,
tómra rafhlaðna, óhappa eða annarrar notkunar en þeirrar sem
notkunarleiðbeiningar segja til um.
• Ábyrgð á handleggsborða (þéttleika blöðru) gildir í 2 ár.
Hafðu sambandi við MEDOR ehf., umboð Microlife á Íslandi, ef
þarf vegna ábyrgðar.
12.Tæknilýsing
Tæki þetta uppfyllir kröfur sem gerðar eru í tilskipun 93/42/EBE um
lækningatæki.
Allur réttur til tæknilegra breytinga áskilinn.
Hitastig við notkun: 10 - 40 °C / 50 - 104 °F
15 - 95 % hámarksrakastig
Hitastig við geymslu: -20 - +55 °C / -4 - +131 °F
15 - 95 % hámarksrakastig
Þyngd: 340 g (með rafhlöðum)
Stærð: 135,5 x 82 x 57 mm
Mæliaðferð: Sveiflumæling samsvarandi Korotkoff -
aðferðinni: I. stigs efri mörk, V. stigs
neðri mörk
Mælisvið: 20 - 280 mmHg – blóðþrýstingur
40 - 200 slög á mínútu – hjartsláttur
Mældur þrýstingur í
handleggsborða: 0 - 299 mmHg
Upplausn: 1 mmHg
Nákvæmni
blóðþrýstingsmælingar:
þrýstingur innan ± 3 mmHg
Nákvæmni
hjartsláttartíðni: ± 5 % af uppgefnu gildi
Orkugjafi:
4 x 1,5V rafhlöður; stærð AA
Spennubreytir DC 6V, 600 mA
(valkvæður)
Staðalviðmið: EN 1060-1 /-3 /-4; IEC 60601-1;
IEC 60601-1-2 (EMC)