MULTIFUNCTIONELE MIXERS MET KANTELBARE KOP INSTRUCTIES TILT-HEAD STAND MIXERS INSTRUCTIONS BATTEURS SUR SOCLE À TÊTE INCLINABLE MODE D'EMPLOI KÜCHENMASCHINEN MIT KIPPBAREM MOTORKOPF BEDIENUNGSANLEITUNG ROBOT DA CUCINA CON CORPO MOTORE MOBILE ISTRUZIONI PER L’USO BATIDORAS DE PIE CON CABEZA INCLINABLE INSTRUCCIONES KÖKSMASKIN MED UPPFÄLLBART DRIVHUVUD INSTRUKTIONER TILT-HEAD STAND KJØKKENMASKINER BRUKSANVISNING NOSTOPÄISET PÖYTÄMALLISET YLEISKONEET KÄYTTÖOHJEET BRUGSANVISNING TIL KØKKENMASKINE INSTR
Efnisyfirlit Öryggi hrærivélarinnar ....................................................................................................1 Mikilvæg öryggisatriði .....................................................................................................1 Raftenging.......................................................................................................................2 5K45SS Helstu hlutar ................................................................................................
Öryggi hrærivélarinnar Öryggi þitt og annarra er mjög mikilvægt. Í þessum bæklingi og á vélinni eru margar mikilvægar öryggisleiðbeiningar. Lesið þessar leiðbeiningar og farið eftir þeim. Þetta er viðvörunartákn. Táknið merkir að hætta geti verið á ferðum. Allar öryggisleiðbeiningar innihalda þetta tákn og annaðhvort orðið “HÆTTA” eða “VIÐVÖRUN.” Þau þýða: Ef ekki er farið samstundis eftir leiðbeiningunum getur það valdið alvarlegu slysi eða dauða.
Þessi vara er merkt í samræmi við ESB-reglugerð 2002/96/EF um ónýtan rafmagns- og rafeindabúnað (WEEE). skal afhenda hana á förgunarstöð Sorpu eða sambærilegri afhendingarstöð fyrir ónýtan rafmagns- og rafeindabúnað. Sé Þess gætt að vörunni sé fargað á réttan hátt er stuðlað að því að koma í veg fyrir möguleg neikvæð áhrif á umhverfi og lýðheilsu sem komið geta fram, sé vörunni ekki fargað eins og til er ætlast. Vörunni skal fargað í samræmi við reglur á hverjum stað um förgun sorps.
K45SS Helstu hlutar Lok Yfir Tengihluti Mótor Hús HraðaStilling Festiskrúfa Fyrir Aukabúnað 1 2 4 6 8 10 IO N CAUT : U np lu g b efore ting inser parts oving of rem Læsing fyrir mótorhús (sést ekki) O id n USA iga henA ich St.
5KSM150PS Helstu hlutar Lok Yfir Tengihluti Mótor Hús Festiskrúfa Fyrir Aukabúnað Læsing fyrir mótorhús (sést ekki) Öxull HraðaStilling Hrærari Stilliskrúfa Fyrir Hæð Vélar Hveitibraut 4,8 lítra skál úr ryðfríu stáli Þeytari Skálafesting Deigkrókur Íslenska 4
Standsetning hrærivélar Hrærari, þeytari eða deigkrókur tekinn af 1. Setjið hraðastillinguna á “O”. 2. Takið vélina úr sambandi eða slökkvið á innstungunni. 3. Setjið læsinguna í UNLOCK stöðu og lyftið mótorhúsinu aftur á bak. 4. Ýtið hræraranum upp eins og hægt er og snúið honum til vinstri. 5. Togið hrærarann af snúningsskaftinu. Skálin sett á 1. Setjið hraðastillinguna á “O”. 2. Takið vélina úr sambandi eða slökkvið á innstungunni. 3. Setjið læsinguna í UNLOCK stöðu og lyftið mótorhúsinu aftur á bak. 4.
Ásetning hveitibrautar* Hveitibrautin tekin af 1. Setjið hraðastillinguna á “O”. 2. Takið vélina úr sambandi eða slökkvið á innstungunni. 3. Lyftið fremri hluta hveitibrautarinnar yfir brún skálarinnar og dragið fram. 4. Fjarlægið áhald og skál. Renna Notkun hveitibrautar 1. Besti árangur næst sé brautinni snúið þannig að mótorhöfuðið hylji “u” laga opið á brautinni. Brautin mun vera hægra megin við tengistykkið ef horft er framan á vélina. 2. Hellið því sem á að fara í skálina í rennuna.
Bilið á milli hrærara og skálar Frá verksmiðju er hrærivélin stillt þannig að aðeins örlítið bil er á milli hrærara og skálar. Ef hann af einhverjum ástæðum snertir skálina eða hann er of langt frá botni má stilla bilið á auðveldan hátt. 1. Setjið hraðastillinguna á “O”. 2. Takið vélina úr sambandi eða slökkvið á innstungunni. 3. Lyftið mótorhúsinu. 4. Snúið skrúfunni (A) LÍTIÐ EITT rangsælis (til vinstri) til að lyfta hræraranum eða réttsælis (til hægri) til að lækka hann. 5.
Viðhald og hreinsun ATHUGIÐ: Takið hrærivélina alltaf úr sambandi fyrir hreinsun. Þurrkið af henni með mjúkum, rökum klút. Notið ekki hreinsiefni. Dýfið ekki vélinni í vatn. Þurrkið oft af snúningsskaftinu til að fjarlægja leifar sem kunna að safnast þar. Skálina, hrærarann og deigkrókinn má þvo í uppþvottavél þeytarann sjálfan má ekki setja í uppþvottavél. Annars á að þvo þá upp úr heitu sápuvatni og skola vel fyrir þurrkun. Ekki á að geyma áhöld á snúningsskaftinu.
Notkun hraðastillingar – 10 þrepa vélar Allar hraðastillingar byrja sjálfkrafa með Soft Start sem þýðir að vélin byrjar á hægum hraða þegar hún er sett í gang til að koma í veg fyrir skvettur í byrjun. Hún eykur svo hraðann fljótlega upp í það þrep sem stillt er á. Hraðastillingarþrep Blöndun Hraði BLÖNDUN Hæg hreyfing, blandar og mylur, byrjunarstig allrar vinnslu. Notað til að bæta í hveiti og þurrum efnum í deig og blanda vökva í þurr efni. Notið ekki hraðaþrep 1 til að blanda eða hnoða gerdeig.
Ábendingar Aðhæfið uppskriftir að hrærivélinni Deigblöndur Hægt er að nota leiðbeiningarnar í þessum bæklingi til að aðhæfa eigin uppáhaldsuppskriftir að KitchenAid® hrærivélinni. Nota verður eigin hyggjuvit til að ákveða vinnulagið. Fylgist með deiginu og hættið að hræra þegar deigið hefur náð því útliti sem það á að hafa samkvæmt uppskriftinni, t.d. “mjúkt og kremað”. Notið hraðastillingarleiðbeiningarnar á bls. 9 til að ákveða hraðann.
Vinnsla gerdeigs Hér er átt við fljótvirku aðferðina við brauðbakstur þ.e. þurrgerið er sett út í ásamt öðrum þurrefnum áður en vökva er bætt út í. Hefðbundna aðferðin er að leysa gerið upp í volgu vatni. 1. Setjið öll þurru efnin, þ.á.m. gerið, í skálina fyrir utan 1-2 bolla (125-250 gr.) af hveiti. 2. Setjið skálina og deigkrókinn í vélina. Læsið mótorhúsinu, setjið á hraðaþrep 2 og hrærið í um 15 sekúndur eða þar til efnin hafa blandast vel. 5.
Eggjahvítur Setjið eggjahvítur í hreina þurra skál við stofuhita. Setjið skál og þeytara í hrærivélina. Til að koma í veg fyrir skvettur á að hækka smátt og smátt upp í þann hraða sem óskað er og þeyta þar til þykktin er eins og hún á að vera. Sjá töflu hér að neðan. MAGN Byrjar að halda lagi Litlar, þéttar loftbólur og massinn er hvítur. Mjúkir toppar Topparnir falla þegar þeytarinn er fjarlægður. HRAÐI Næstum stíf 1 eggjahvíta ...........SMÁTT OG SMÁTT ............................................
Aukahlutir Almennar upplýsingar KitchenAid® aukahlutir eru hannaðir með endingu í huga. Öxullinn og tengið eru ferköntuð til að koma í veg fyrir að öxullinn snuði í tenginu. Öxullinn og öxulhúsið eru konisk til að tryggja að þau falli þétt inn í tengið þrátt fyrir langa notkun og slit. KitchenAid® aukahlutir þurfa ekki auka tengingu, hún er innbyggð. Tengihnappur Aflskaft‡ Hús ® Lok yfir tengihluti Skora ‡Ekki hluti af hrærivélinni Pinni Skafthús Almennar leiðbeiningar Tekið af 1.
Ef vandamál koma upp Gangið úr skugga um eftirfarandi ef hrærivélin bilar eða virkar ekki: VIDVÖRUN - Er hrærivélin í sambandi? - Er öryggið fyrir innstunguna í lagi? Gangið úr skugga um að lekaliða hafi ekki slegið út. - Slökkvið á vélinni í 10-15 sekúndur og kveikið svo aftur á henni. Ef hún fer ekki í gang látið hana þá standa og kólna í 30 mínútur áður en reynt er aftur. - Ef vandamálið er ekkert af ofansögðu hafið þá samband við þjónustuaðila.
Household KitchenAid® Evrópuábyrgð fyrir hrærivélinni Lengd ábyrgðar: KitchenAid greiðir fyrir: KitchenAid greiðir ekki fyrir: 5KSM150PS: Sérstök KitchenAid® ábyrgð í 3 ár, eftir lögbundna 2ja ára ábyrgð, frá kaupdegi. Gildir eingöngu fyrir Artisan hrærivélina. Kostnað við varahluti og viðgerðarvinnu á efnisgöllum. Þjónustuna verður viðurkenndur KitchenAid þjónustuaðili að veita. A. Viðgerð ef hrærivélin hefur verið notuð til annars en venjulegra matvælavinnslu. 5K45SS: Fyrir aðrar hrærivélar s.s.
Þjónustumiðstöð EINAR FARESTVEIT & CO.hf Borgartúni 28 125 REYKJAVIK ISLAND Sími verslun: 520 7901 Skrifstofa: 520 7900 Fax: 520 7910 ef@ef.is www.KitchenAid.com ® Skrásett vörumerki KitchenAid, BNA Bandarikin. ™ Vörumerki KitchenAid, BNA Bandarikin. Íslenska Lögun sjálfstandandi hrærivélarinnar er vörumerki KitchenAid, BNA Bandaríkin © 2006. Allur réttur Öll réttindi áskilinn. Efnisl_sing getur breyst án fyrirvara.