User manual

Dagleg notkun
AÐVÖRUN! Sjá kafla um
Öryggismál.
Inndraganlegir hnúðar
Til að nota heimilistækið skal ýta á
stjórnhnúðinn. Stjórnhnúðurinn kemur út.
Virkjun og afvirkjun heimilistækisins
1. Snúðu hnúðnum fyrir ofnaðgerðir
réttsælis yfir á ofnaðgerð.
2. Snúðu hnúðnum fyrir hitastig til að stilla
hitann.
Skjárinn sýnir núverandi stillingu á hitastigi.
3. Til að afvirkja heimilistækið skal snúa
hnúðnum fyrir ofnaðgerðir í stöðuna
slökkt.
Ofnaðgerðir
Ofnaðgerð Notkun
Slökkt-staða Slökkt er á heimilistækinu.
Þvinguð lofteldun Til að baka á allt að 3 hillum á sama tíma og til að
þurrka matvæli. Þegar þú notar þessa aðgerð skaltu
lækka ofnhitann um 20 - 40°C frá stöðluðu hitastigi sem
þú notar við eldamennsku með aðgerðinni Hefðbundið
(yfir- og undirhiti).
Hefðbundið (yfir-
og undirhiti)
Til að baka eða steikja mat í einni hillustöðu.
Grillun Til að grilla flatan mat á miðri hillunni. Til að rista bra-
uð.
Undirhiti Til að baka kökur með stökkum botni og til að sjóða
niður matvæli.
Grillað með viftu Til að steikja stærri kjötstykki eða kjúklinga með beinum
á einni hillustöðu. Einnig til að gera gratín-rétti og til að
brúna.
Brauð- og pítsub-
ökun
Til að baka mat í einni hillustöðu til að fá meiri brúnun
og stökkan botn. Þegar þú notar þessa aðgerð skaltu
lækka ofnhitann um 20 - 40°C frá stöðluðu hitastigi sem
þú notar við eldamennsku með aðgerðinni Hefðbundið
(yfir- og undirhiti).
ÍSLENSKA 10