User manual

EN 60350-1 - Rafmagnseldunartæki til
heimilisnota - 1. hluti: Eldavélar, ofnar,
gufuofnar og grill - Aðferðir til að mæla
frammistöðu.
Orkusparnaður
Ofninn inniheldur aðgerðir sem
hjálpa þér að spara orku við
hversdagslega matreiðslu.
Almennar vísbendingar
Gættu þess að ofnhurðin sé almennilega
lokuð þegar ofninn er í gangi. Ekki opna
hurðina of oft á meðan eldað er. Haltu kanti
hurðarinnar hreinum og gættu þess að hann
sé vel festur á sínum stað.
Notaðu málmdiska til að bæta
orkusparnað.
Þegar mögulegt er skal ekki forhita ofninn
áður en matur er settur inn.
Þegar eldun tekur lengri tíma en 30 mínútur
skaltu lækka ofnhitann eins mikið og hægt
er 3 - 10 mínútum áður en eldun er lokið,
eftir því hversu langan tíma tekur að elda.
Afgangshitinn inni í ofninum mun halda
áfram að elda.
Notaðu afgangshitann til að hita upp aðra
rétti.
Hafðu eins stutt hlé í bakstrinum og
mögulegt er þegar þú undirbýrð nokkra
rétti í einu.
Halda mat heitum
Veldu lægstu mögulegu hitastillingu til að
nota afgangshita og halda máltíð heitri.
Sparnaðareldun
Aðgerð hönnuð til að spara orku á meðan
eldað er.
Þegar þú notar þessa aðgerð slokknar ljósið
sjálfkrafa.
Umhverfismál
Endurvinna þarf öll efni merkt tákninu .
Setjið umbúðirnar í viðeigandi sorpílát til
endurvinnslu. Leggið ykkar að mörkum til
verndar umhverfinu og heilsu manna og
dýra og endurvinnið rusl sem fylgir
raftækjum og raftrænum búnaði. Hendið
ekki heimilistækjum sem merkt eru með
tákninu
í venjulegt heimilisrusl. Farið með
vöruna í næstu endurvinnslustöð eða hafið
samband við sveitarfélagið.
IKEA-ÁBYRGÐ
Hvað gildir IKEA-ábyrgðin lengi?
Ábyrgðin er í gildi í 2 ár frá kaupdegi
vörunnar í IKEA. Framvísa þarf upprunalegu
sölukvittuninni til sönnunar á kaupunum. Ef
gert er við heimilistækið á meðan það er í
ábyrgð, framlengir það ekki ábyrgðartíma
tækisins,
Hver sér um þjónustuna?
Þjónustuaðili IKEA veitir þjónustuna í
gegnum eigin viðgerðarþjónustu eða
samþykkta samstarfsviðgerðarþjónustu.
Hvað nær þessi ábyrgð yfir?
Ábyrgðin nær yfir bilanir á heimilistækinu,
sem orsakast af göllum í smíði þess eða
efniviði frá þeim degi sem það var keypt
hjá IKEA. Þess ábyrgð gildir eingöngu fyrir
heimilisnotkun. Undantekningarnar eru
ÍSLENSKA 20