User manual

Umhirða og þrif
AÐVÖRUN! Sjá kafla um
Öryggismál.
Athugasemdir um hreinsun
Hreinsaðu ofninn að framan með mjúkum
klút með volgu vatni og mildu hreinsiefni.
Til að hreinsa málmfleti skal nota sérstakt
hreinsiefni.
Hreinsaðu ofninn að innan eftir hverja
notkun. Uppsöfnun fitu og annarra
matarleifa kann að leiða til eldsvoða.
Hreinsaðu alla aukahluti eftir hverja notkun
og láttu þá þorna. Notaðu mjúkan klút með
volgu vatni og hreinsiefni. Ekki skal hreinsa
aukahlutina í uppþvottavélinni.
Hreinsaðu langvarandi óhreinindi með
sérstökum ofnahreinsi.
Ef þú ert með fylgihluti sem matur festist ekki
við skal ekki hreinsa þá með hörðum efnum,
hlutum með beittum brúnum eða í
uppþvottavél. Það getur valdið skemmdum
á viðloðunarfríu húðinni.
Raki getur þéttst í ofninum eða á glerplötum
hurðarinnar. Til að minnka rakaþéttinguna
skaltu láta ofninn ganga í 10 mínútur áður
en þú byrjar að elda.Hreinsaðu rakann úr
ofnrýminu eftir hverja notkun.
Ofnar úr ryðfríu stáli eða áli
Hreinsaðu ofnhurðina aðeins með rökum
klút eða svampi. Þurrkaðu hana með
mjúkum klút.
Ekki nota stálull, sýrur eða svarfefni þar sem
þau geta skemmt yfirborð ofnsins.
Hreinsaðu stjórnborð ofnsins með sömu
varúðarráðstöfunum.
Hurðarþéttingin hreinsuð
Athugaðu reglulega hurðarþéttinguna.
Hurðarþéttingin er umhverfis ramma
ofnrýmisins sjálfs. Notaðu ekki ofninn ef
hurðarþéttingin er skemmd. Hafðu
samband við viðurkennda þjónustumiðstöð.
Til að hreinsa hurðarþéttinguna vísast til
almennra upplýsinga um hreinsun.
Ofnhurðin hreinsuð
Ofnhurðin er með tvær glerplötur. Þú getur
fjarlægt ofnhurðina og innri glerplötuna til
að hreinsa hana.
Ofnhurðin getur lokast ef þú
reynir að fjarlægja innri
glerplötuna áður en þú fjarlægir
ofnhurðina.
VARÚÐ! Ekki nota heimilistækið
án innri glerplötunnar.
1
Opnaðu hurðina til
fulls og haltu
hurðarlömunum
tveimur.
2
Lyftu og snúðu
örmunum á
lömunum tveimur
með skrúfjárni.
ÍSLENSKA 16