User manual
4. Þegar afþiðnun er lokið skal þurrka
innra byrðið vel og stinga klónni aftur í.
5. Kveikið á heimilistækinu.
6. Stillið hitastillinn á hámarkskulda og
látið heimilistækið vera í gangi í tvo til
þrjá klukkutíma á þeirri stillingu.
7. Setjið matinn sem tekinn var út aftur inn í
hólfið.
AÐVÖRUN! Aldrei nota
málmáhöld með hvössum brúnum
til að skrapa frost af eiminum því
þú gætir skemmt hann. Ekki nota
vélbúnað eða neitt slíkt inngrip til
þess að flýta fyrir afþiðnun, nema
það sem framleiðandinn hefur
mælt með. Ef hitastig frosins
matar hækkar meðan á afþiðnun
stendur getur það minnkað
geymsluþol hans.
Tímabil þegar ekki í notkun
Gerðu eftirfarandi ráðstafanir þegar
heimilistækið er ekki í notkun um lengri tíma:
1. Aftengdu heimilistækið frá
rafmagnsgjafa.
2. Fjarlægðu allan mat.
3. Afþíddu (ef nauðsynlegt er) og
hreinsaðu heimilistækið og allan
aukabúnað.
4. Skildu hurð/hurðir eftir opnar til að
koma í veg fyrir ógeðfellda lykt.
AÐVÖRUN! Ef þú vilt hafa
heimilistækið í gangi skaltu biðja
einhvern um að líta eftir honum
af og til svo að maturinn sem í
honum er skemmist ekki ef
rafmagnið fer.
Bilanaleit
AÐVÖRUN! Sjá kafla um
Öryggismál.
Hvað skal gera ef...
Vandamál Hugsanleg orsök Lausn
Heimilistækið vinnur ekki. Slökkt er á heimilistækinu. Kveiktu á heimilistækinu.
Heimilistækið vinnur ekki. Rafmagnsklóin er ekki rétt
tengd við rafmagnsinn-
stunguna.
Tengdu rafmagnsklóna rétt við
rafmagnsinnstunguna.
Heimilistækið vinnur ekki. Enginn spenna er á inn-
stungunni.
Tengdu annað raftæki við inn-
stunguna. Hafðu samband við
löggildan rafvirkja.
Heimilistækið er hávað-
asamt.
Heimilistækið fær ekki al-
mennilegan stuðning.
Athugaðu hvort heimilistækið
stendur stöðugt.
Ljósið virkar ekki. Ljósið er í biðstillingu. Lokaðu hurðinni og opnaðu
hana aftur.
Ljósið virkar ekki. Ljósið er bilað. Sjá „Skipt um ljósið“.
ÍSLENSKA 50