User manual

Gakktu úr skugga um að rafmagnsklóin
og snúran verði ekki fyrir skemmdum. Ef
skipta þarf um rafmagnssnúru verður
viðurkennd þjónustumiðstöð okkar að sjá
um það.
Aðeins skal tengja rafmagnsklóna við
rafmagnsinnstunguna í lok
uppsetningarinnar. Gakktu úr skugga um
að rafmagnsklóin sé aðgengileg eftir
uppsetningu.
Ekki toga í snúruna til að taka tækið úr
sambandi. Taktu alltaf um klóna.
Þetta heimilistæki samræmist EBE-
tilskipunum.
Einungis fyrir Bretland og Írland. Tækið
er með 13 ampera rafmagnskló. Ef
nauðsynlegt er að skipta um öryggi í
rafmagnsklónni skaltu nota öryggi: 13
amp ASTA (BS 1362).
Tenging við vatn
Ekki valda skemmdum á vatnsslöngunum.
Áður en þú tengir ný rör, rör sem ekki
hafa verið notuð í langan tíma, þar sem
viðgerðarvinna hefur verið framkvæmd
eða nýr búnaður settur upp (vatnsmælar,
o.s.frv.) skaltu láta vatnið renna þar til
það er hreint og tært.
Tryggðu að það sé enginn sýnilegur
vatnsleki við og eftir fyrstu notkun
heimilistækisins.
Vatnsinntaksslangan er með öryggisloka
og slíðri með innri rafmagnssnúru.
AÐVÖRUN! Hættuleg
rafspenna.
Ef vatnsinntaksslangan skemmist skaltu
samstundis loka vatnskrananum og
aftengja klóna frá rafmangsinnstungunni.
Hafðu samband við viðurkennd
þjónustumiðstöð til að fá nýja
vatnsinntaksslöngu.
Notkun
Ekki sitja eða standa á hurðinni þegar
dyrnar eru opnar.
Þvottaefni fyrir uppþvottavélar eru
hættuleg. Farið eftir
öryggisleiðbeiningunum á umbúðum
þvottaefnisins.
Ekki skal drekka, eða leika sér með
vatnið í heimilistækinu.
Ekki fjarlægja leirtauið úr heimilistækinu
fyrr en þvottakerfið klárast. Leifar af
uppþvottaefni geta verið til staðar á
diskunum.
Heit gufa getur sloppið út úr
heimilistækinu ef hurðin er opnuð meðan
þvottakerfi er í gangi.
Settu ekki eldfim efni eða hluti sem eru
blautir af eldfimum efnum nálægt eða á
heimilistækið.
Viðgerðir
Hafið samband við viðurkenndan
þjónustuaðila til að láta gera við
heimilistækið. Við mælum með því að
nota aðeins upprunalega varahluti.
Þegar þú hefur samband við
viðurkenndan þjónustuaðila, skaltu vera
með eftirfarandi upplýsingar sem finna
má á tegundarspjaldinu.
Módel:
Vörunúmer (PNC) :
Raðnúmer :
Förgun
AÐVÖRUN! Hætta á líkamstjóni
eða köfnun.
Aftengja skal tækið frá
rafmagnsgjafanum.
Klippa rafmagnssnúruna af og fleygja
henni.
ÍSLENSKA
46