User manual
Frystingarferlið tekur 24 tíma: á þessu
tímabili má ekki bæta við öðrum mat sem á
að frysta.
Geymsla frystra matvæla
Þegar heimilistækið er sett í gang á ný eftir
notkunarhlé í einhvern tíma, látið það þá
vera í gangi í minnst 2 tíma áður en
matvælin eru sett í hólfið.
Frystiskúffur auðvelda manni að finna rétta
matarpakkann. Ef geyma á mikið magn af
mat er hægt að fjarlægja allar skúffurnar
nema neðstu skúffuna en hún þarf að vera í
til þess að halda góðu loftstreymi. Á öllum
hillunum mega matvælin standa út allt að
15 mm frá hurðinni.
AÐVÖRUN! Ef afþiðnun verður
fyrir slysni, til dæmis af því að
rafmagnið fer af, og
rafmagnsleysið hefur varað
lengur en gildið sem sýnt er í
tæknieiginleikatöflunni
undir ,,hækkunartíma", þarf að
neyta afþídda matarins fljótt eða
elda hann strax og frysta hann
svo aftur (eftir kælingu).
Afþíðing
Djúpfryst eða fryst matvara, fyrir notkun, er
hægt að afþíða í ísskápnum eða við
stofuhita, eftir því hversu fljótt matvaran
þarf að afþiðna.
Litla bita af mat má jafnvel sjóða þegar
þeir eru enn frosnir, beint úr frystinum. í
þessu tilviki tekur suðan lengri tíma.
Hurðasvalir staðsettar
2
1
Til að hægt sé að geyma matarumbúðir af
ýmsum stærðum er hægt að hafa
hurðasvalirnar í mismunandi hæð.
Hæð hillnanna er stillt svona: togið svalirnar
smám saman upp á við þangað til að þær
verður laus (1), fjarlægið þær síðan með því
ýta þeim inn á við (2), setjið á annan stað
eftir þörfum.
Færanlegar hillur
Í hliðum ísskápsins eru margar höldur,
þannig að hægt er að koma hillunum, sem
eru úr öryggisgleri, fyrir hvar sem óskað er.
VARÚÐ! Ekki færa glerhilluna
fyrir ofan grænmetisskúffuna, svo
að rétt loftstreymi haldist í
ísskápnum.
ÍSLENSKA 49