User manual

Ef umhverfishitastigið er hátt, hitastillirinn
er stilltur á lágan hita og heimilistækið er
fullhlaðið, getur verið að þjappan sé
stöðugt í gangi, en það getur valdið því
að frost eða ís hleðst utan á eiminn. Ef
það gerist skal stilla valskífuna á hærri
hita til að leyfa sjálfvirka afþiðnun en í
því felst líka raforkusparnaður.
Ábendingar um kælingu á ferskum
matvælum
Ísskápurinn starfar best ef:
ekki er geymdur heitur matur eða vökvar
sem uppgufun er af í ísskápnum
breitt er yfir matinn eða honum er
pakkað inn, einkum ef hann er
bragðsterkur
matnum er komið þannig fyrir að loft geti
leikið óhindrað um hann
Ábendingar um kælingu
Góð ráð:
Kjöt (allar gerðir) : pakkið inn í
pólýþenpoka og setjið á glerhilluna fyrir
ofan grænmetisskúffuna.
Aðeins er öruggt að geyma mat svona í
mesta lagi í einn eða tvo daga.
Eldaður matur, kaldir réttir o.s.frv.: breiða
skal yfir slík matvæli og þau má setja á
hvaða hillu sem er.
Ávextir og grænmeti: slík matvæli skal
þvo rækilega og setja í sérstaka(r)
skúffu(r) sem fylgir/fylgja með.
Smjör og ostur: setjið í sérstakar
loftþéttar umbúðir eða pakkið inn í
álpappír eða pólýþenpoka til að þrýsta
eins miklu lofti út og hægt er.
Flöskur: þær þurfa lok og ætti að geyma
í hillunni í hurðinni, eða (ef fylgir) í
flöskuhillunni.
Banana, kartöflur, lauk og hvítlauk, án
umbúða, má ekki geyma í ísskápnum.
Ráð varðandi frystingu
Nokkrar mikilvægar ábendingar til að
hjálpa þér að fá sem mest út úr frystingunni:
hámarksmagn matar sem hægt er að
frysta á 24 klst. er sýnt á
tegundarspjaldinu;
frystingarferlið tekur 24 tíma. Ekki skal
bæta neinum ófrosnum mat í frystinn á
því tímabili;
aðeins skal frysta hágæða, fersk og vel
hreinsuð matvæli;
frystið mat í litlum skömmtum til að hann
geti frosið hratt og alveg í gegn og til
þess að seinna sé hægt að afþíða aðeins
það magn sem þarf;
pakkið matnum inn í álpappír eða plast
og gætið þess að pakkarnir séu loftþéttir;
ekki láta ferskan, ófrosinn mat snerta mat
sem er þegar frosinn, til að forðast
hækkun hitastigs þess síðarnefnda;
magur matur geymist betur og lengur en
feitur; salt minnkar geymsluþol matar;
vatn frýs og ef þess er neytt strax eftir að
það er tekið úr frystinum kann það að
valda frostbruna á húð;
ráðlegt er að sýna frystidagsetninguna á
hverjum pakka sem settur er í frystinn til
að hægt sé að fylgjast með
geymslutímanum.
Ráð varðandi geymslu frystra matvæla
Til þess að þetta heimilistæki starfi sem best,
skal:
gæta þess að frystivara úr búð hafi verið
geymd á fullnægjandi hátt í búðinni;
tryggja að frystivara sé flutt úr búðinni
og í frystinn á sem skemmstum tíma;
ekki opna dyrnar oft eða hafa þær
opnar lengur en brýn nauðsyn krefur;
eftir afþiðnun skemmist matur fljótt og
ekki er hægt að frysta hann aftur;
ekki geyma matvöru lengur en
framleiðandi vörunnar mælir með.
ÍSLENSKA
51