User manual

Hreinsun á síu inntaksslöngu
1
Skrúfaðu fyrir
vatnskranann.
2
A
Aftengdu slönguna.
Snúðu festinum A
réttsælis.
3
Hreinsaðu síu
inntaksslöngunnar.
4
Hreinsun úðaarma
Ekki fjarlægja úðaarmana. Ef götin á
úðaörmunum eru stífluð skal fjarlægja það
sem eftir er af óhreinindunum með þunnum
oddhvössum hlut.
Þrif að utan
Þvoðu tækið með rökum og mjúkum klút.
Notið aðeins mild þvottaefni.
Ekki nota rispandi efni, stálull eða
leysiefni.
Hreinsun á innra byrði
Hreinsaðu heimilistækið varlega, þar á
meðal gúmmíkantinn á hurðinni, með
mjúkum, rökum klút.
Ef þú notar stutt þvottakerfi reglulega,
geta þau skilið eftir lag af fitu og kalki
inni í tækinu. Til að koma í veg fyrir þetta
mælum við með því að löng þvottakerfi
séu keyrð a.m.k. 2 sinnum í mánuði.
Til að viðhalda afköstum heimilistækisins
þíns eins góðum og hægt er mælum við
með að notuð sé sérstök hreinsunarvara
fyrir uppþvottavélar. Fylgdu
leiðbeiningunum á umbúðum vörunnar
vandlega.
Bilanaleit
Ef heimilistækið fer ekki í gang eða stöðvast
meðan á notkun stendur, skal athuga hvort
hægt sé að laga bilunina með aðstoð
leiðbeininganna í töflunni áður en haft er
samband við viðurkenndan þjónustuaðila.
AÐVÖRUN! Viðgerðir sem ekki
er almennilega gerðar kunna að
leiða til alvarlegrar áhættu
gagnvart öryggi notandans. Allar
viðgerðir verður hæft starfsfólk
að framkvæma.
Við sum vandamál leiftrar ljósið á endanum
með hléum til að gefa til kynna bilun.
Meirihluta vandamála sem geta komið
upp er hægt að leysa án þess að þurfa að
hafa samband við viðurkennda
þjónustumiðstöð.
ÍSLENSKA 17