User manual
Góð ráð
Ráðleggingar um eldun
Þegar þú forhitar skaltu fjarlægja
vírhillurnar og bakkana úr ofnhólfinu til að
fá sem hröðust afköst.
Ofninn hefur fjórar hillustöður. Teldu
hillustöðurnar að neðan frá botni
ofnrýmisins.
Ofninn er með sérstakt kerfi sem setur loftið
í hringrás og endurnýtir stöðugt gufuna.
Með þessu kerfi getur þú eldað í
gufukenndu umhverfi og haldið matnum
mjúkum að innan og stökkum að utan. Það
minnkar eldunartíma og orkunotkun niður í
lágmark.
Raki getur þéttst í ofninum eða á glerplötum
hurðarinnar meðan á eldun stendur. Haltu
þig alltaf frá ofninum þegar þú opnar
ofnhurðina.
Þegar ofninn kólnar skaltu hreinsa rýmið
með mjúkum klút.
Kökur bakaðar
Opnaðu ekki ofnhurðina fyrr en 3/4
baksturstímans eru liðnir
Ef þú notar tvær bökunarplötur á sama tíma
skaltu hafa eina tóma hæð á milli þeirra.
Eldun á kjöti og fiski
Láttu kjötið standa í um það bil 15 mínútur
áður en þú skerð það svo að vökvinn seytli
ekki út.
Til að koma í veg fyrir of mikinn reyk í
ofninum meðan verið er að steikja skal
bæta svolitlu vatni í ofnskúffuna. Til að
koma í veg fyrir þéttingu reyks skal bæta
við vatni í hvert sinn sem það gufar upp.
Bökun með rökum blæstri
Matvæli Hitastig (°C) Tími (mín) Hillustaða
Bakaður pastaréttur 180 - 200 45 - 60 1
Lasagna 180 - 200 45 - 60 1
Kartöflugratín 190 - 210 55 - 80 1
Sætir réttir 180 - 200 45 - 60 1
Kökuhringur eða
brauðhnúður
160 - 170 50 - 70 1
Fléttað brauð /
brauðhringur
170 - 190 40 - 50 1
Sjónvarpskaka (þurr) 160 - 170 20 - 40 2
Smákökur gerðar úr
gerdeigi
160 - 170 20 - 40 2
ÍSLENSKA 22










