User manual

Ofninn reiknar út áætlaðan lokatíma.
Lokatíminn er mismunandi fyrir mismunandi
magn matar, stillt ofnhitastig (lágmark
120°C) og stjórnunarhami sem eru í gangi.
Ofninn reiknar út lokatímann á um það bil
30 mínútum.
6. Til að breyta hitastigi kjöthitamælisins
skaltu ýta á .
Þegar kjötið hefur náð innstilltu
kjarnahitastigi heyrist hljóðmerki. Það
slokknar sjálfvirkt á ofninum.
7. Ýttu á hvaða tákn sem er til að stöðva
merkið.
8. Fjarlægðu kló kjöthitamælisins úr
innstungunni og taktu kjötið út úr
ofninum.
9. Ýttu á til að slökkva á ofninum.
AÐVÖRUN! Skynjari
kjöthitamælisins er heitur. Hætta
er á bruna. Farðu varlega þegar
þú fjarlægir odd og kló
kjöthitamælisins.
Viðbótarstillingar
Uppáhalds
Þú getur vistað uppáhaldsstillingar þínar,
eins og tímalengd, hitastig og
hitunaraðgerð. Þær eru tiltækar í
valmyndinni Uppáhalds. Þú getur vistað 20
kerfi.
Að vista kerfi
1. Kveiktu á ofninum.
2. Stilltu hitunaraðgerð eða sjálfvirkt kerfi.
3. Ýttu á
aftur og aftur þar til skjárinn
sýnir VISTA.
4. Ýttu á til að staðfesta.
Skjárinn sýnir fyrstu lausu stöðu minnis.
5. Ýttu á til að staðfesta.
6. Færðu inn nafn kerfisins.
Fyrsti stafurinn leiftrar.
7. Ýttu á eða til að breyta um staf.
8. Ýttu á
.
Næsti bókstafur leiftrar.
9. Gerðu 7. skref aftur eftir þörfum.
10. Ýttu á og haltu til að vista.
Þú getur skrifað yfir minnisstöðu. Þegar
skjárinn sýnir fyrstu lausu minnisstöðu skaltu
ýta á
eða og ýta á til að yfirskrifa
núverandi kerfi.
Þú getur breytt heiti kerfis í valmyndinni
Breyta heiti kerfis.
Kerfið virkjað
1. Kveiktu á ofninum.
2. Veldu valmyndina Uppáhalds.
3. Ýttu á til að staðfesta.
4. Veldu heiti uppáhaldskerfisins þíns.
5. Ýttu á
til að staðfesta.
Þú getur ýtt á til að fara beint í valmynd
Uppáhalds.
Barnalæsingin notuð
Þegar barnalæsingin er á er ekki hægt að
kveikja óviljandi á ofninum.
1. Ýttu á til að kveikja á skjánum.
2. Ýttu á og samtímis þar til skjárinn
sýnir skilaboð og lykiltákn.
Til að slökkva á barnalæsingaraðgerðinni
skal endurtaka skref 2.
Læsing aðgerða
Þessi aðgerð kemur í veg fyrir að
hitunaraðgerð sé breytt fyrir slysni. Þú getur
aðeins kveikt á henni þegar ofninn er í
gangi.
ÍSLENSKA
20