User manual

Hitunaraðgerð Notkun
Þurrkun
Til að þurrka sneidda
ávexti, grænmeti og
sveppi.
Halda heitu
Til að halda mat heit-
um.
Affrysta
Til að þíða matvæli
(grænmeti og ávexti).
Þíðingartíminn fer eftir
magni og stærð frosnu
matvælanna. Þegar þú
notar þessa aðgerð
slokknar ljósið sjálf-
krafa eftir 30 sekúndur.
Hitunaraðgerð stillt
1. Kveiktu á ofninum.
2. Veldu valmyndina Hitunaraðgerðir.
3. Ýttu á til að staðfesta.
4. Veldu hitunaraðgerð.
5. Ýttu á til að staðfesta.
6. Stilltu hitastigið.
7. Ýttu á
til að staðfesta.
Gufuaðgerð stillt
Lokið á vatnsskúffunni er í stjórnborðinu.
AÐVÖRUN! Ekki setja vatn beint
inn í gufuketilinn.
Notaðu aðeins kalt kranavatn.
Ekki nota síað (steinefnasneytt)
eða eimað vatn. Ekki nota aðra
vökva. Ekki setja eldfima eða
áfenga vökva í vatnsskúffuna.
1. Ýttu á lok vatnsskúffunnar til að opna
hana.
2. Fylltu vatnsskúffuna með 800 ml af vatni.
Vatnsbirgðirnar eiga að duga í um það
bil 50 mínútur.
3. Ýttu vatnsskúffunni í upphaflega stöðu
sína.
4. Kveiktu á ofninum.
5. Stilltu gufuhitunaraðgerð og hitastigið.
6. Ef nauðsyn krefur skaltu stilla aðgerðina
Tímalengd eða Lokatími .
Gufan birtist eftir um það bil 2 mínútur.
Þegar ofninn nær innstilltu hitastigi
hljómar merkið.
Þegar gufuketillinn er tómur
hljómar merkið.
Hljóðmerkið heyris við lok eldunartímans.
7. Slökktu á ofninum.
VARÚÐ! Ofninn er heitur.
Hætta er á bruna. Farðu
varlega þegar þú tæmir
vatnstankinn.
8. Eftir gufusuðu kann gufa að þéttast á
botni rýmisins. Þurrkaðu alltafa botn
rýmisins þegar ofninn er kaldur.
Láttu ofninn þorna að fullu með hurðina
opna.
Þegar ofninn kólnar skaltu taka upp allt
vatn sem eftir er í gufukatlinum með
svampinum. Ef nauðsyn krefur skal hreinsa
gufuketilinn með dálitlu ediki.
Upphitunarvísir
Þegar þú kveikir á hitunaraðgerð kviknar á
súlunni á skjánum. Súlan sýnir að hitastigið
er að hækka. Þegar hitastigi er náð hljómar
hljóðgjafinn 3 sinnum og súlan leiftrar og
hverfur svo.
Hröð upphitun
Þessi aðgerð styttir upphitunartímann.
Settu ekki mat í ofninn þegar
aðgerðin Hröð upphitun er í
gangi.
Til að kveikja á aðgerðinni skaltu halda
inni í 3 sekúndur. Vísir fyrir upphitun skiptir á
milli.
ÍSLENSKA
16